Nennir ekki lengur að telja húðflúrin Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 3. janúar 2013 06:00 Friðrik Jónsson fer yfirleitt til sama mannsins í Reykjavík til að láta flúra sig. Fréttablaðið/Vilhelm "Já, ég hugsa að ég sé sá tattúveraðasti á Eskifirði,“ segir Friðrik "Vader“ Jónsson, 25 ára Reykvíkingur sem hefur búið á Eskifirði undanfarin tvö ár. Friðrik er húðflúraður í bak og fyrir, og hefur ekki tölu á hversu mörg flúrin eru orðin. "Ég hef ekki hugmynd um hvað þau eru mörg. Ég hætti að nenna að telja fyrir löngu,“ segir Friðrik, en hann fékk fyrsta flúrið þegar hann var 16 ára gamall. Friðrik fluttist til Eskifjarðar þegar hann fékk vinnu í álverinu á Reyðarfirði og vöktu húðflúrin mikla athygli til að byrja með. "Það var svolítið gónt á mann í fyrstu, en núna er fólk orðið vant þessu,“ segir Friðrik. Hann fer reglulega til Reykjavíkur til að láta flúra sig. Friðrik segir ekki mikla tattú-menningu að finna á Eskifirði, en þó veit hann af einum og einum með flúr. "Þeir eru nú ekki margir. Allavega ekki svona mikið flúraðir.“ En er hægt að fá húðflúr fyrir austan? "Það er alveg hægt að láta flúra sig hérna, en ég fer yfirleitt alltaf til sama mannsins í Reykjavík,“ segir Friðrik, en sá heitir Jason og starfar hjá Reykjavík Ink. "Ég hef farið til hans í mörg ár og það er nóg fyrir mig að segja honum hvað ég vil og þá teiknar hann það. Eiginlega undantekningarlaust líkar mér vel við það, enda veit hann alveg hvað ég vil.“ "No comment" á Jar-JarUppáhaldsflúrið, mynd af Svarthöfða.Uppáhaldsflúr Friðriks er mynd af Svarthöfða sem hann fékk sér á handarbakið í fyrra, en það var Gunnar á Íslensku húðflúrsstofunni sem flúraði. "Ég er mikill Star Wars-aðdáandi,“ segir Friðrik og útilokar ekki að fá sér fleiri Star Wars-húðflúr. Hann hefur hins vegar ekki í hyggju að skreyta sig með hinum umdeilda Jar Jar Binks, eyrnastóra sprellikarlinum úr The Phantom Menace. "No comment. Hann er óþolandi.“ Húðflúr Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
"Já, ég hugsa að ég sé sá tattúveraðasti á Eskifirði,“ segir Friðrik "Vader“ Jónsson, 25 ára Reykvíkingur sem hefur búið á Eskifirði undanfarin tvö ár. Friðrik er húðflúraður í bak og fyrir, og hefur ekki tölu á hversu mörg flúrin eru orðin. "Ég hef ekki hugmynd um hvað þau eru mörg. Ég hætti að nenna að telja fyrir löngu,“ segir Friðrik, en hann fékk fyrsta flúrið þegar hann var 16 ára gamall. Friðrik fluttist til Eskifjarðar þegar hann fékk vinnu í álverinu á Reyðarfirði og vöktu húðflúrin mikla athygli til að byrja með. "Það var svolítið gónt á mann í fyrstu, en núna er fólk orðið vant þessu,“ segir Friðrik. Hann fer reglulega til Reykjavíkur til að láta flúra sig. Friðrik segir ekki mikla tattú-menningu að finna á Eskifirði, en þó veit hann af einum og einum með flúr. "Þeir eru nú ekki margir. Allavega ekki svona mikið flúraðir.“ En er hægt að fá húðflúr fyrir austan? "Það er alveg hægt að láta flúra sig hérna, en ég fer yfirleitt alltaf til sama mannsins í Reykjavík,“ segir Friðrik, en sá heitir Jason og starfar hjá Reykjavík Ink. "Ég hef farið til hans í mörg ár og það er nóg fyrir mig að segja honum hvað ég vil og þá teiknar hann það. Eiginlega undantekningarlaust líkar mér vel við það, enda veit hann alveg hvað ég vil.“ "No comment" á Jar-JarUppáhaldsflúrið, mynd af Svarthöfða.Uppáhaldsflúr Friðriks er mynd af Svarthöfða sem hann fékk sér á handarbakið í fyrra, en það var Gunnar á Íslensku húðflúrsstofunni sem flúraði. "Ég er mikill Star Wars-aðdáandi,“ segir Friðrik og útilokar ekki að fá sér fleiri Star Wars-húðflúr. Hann hefur hins vegar ekki í hyggju að skreyta sig með hinum umdeilda Jar Jar Binks, eyrnastóra sprellikarlinum úr The Phantom Menace. "No comment. Hann er óþolandi.“
Húðflúr Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira