Körfubolti

Endurhæfing Bryant gengur hægt

Kristinn Páll Teitsson skrifar
The Game, Samuel Jackson og Kobe Bryant voru hressir á hliðarlínunni
The Game, Samuel Jackson og Kobe Bryant voru hressir á hliðarlínunni Mynd/Gettyimages
Kobe Bryant, leikmaður Los Angeles Lakers sat á hliðarlínunni í sex stiga tapi Lakers gegn Miami Heat í NBA-deildinni í nótt. Aðeins níu dögum eftir að hafa snúið aftur frá meiðslum meiddist Bryant aftur í sigri á Memphis og verður hann frá frá í sex vikur.

Kobe hefur bæði spilað flesta leiki í sögu NBA-deildarinnar á jóladag og er stigahæsti leikmaður í þeim leikjum. Kobe hefur alls spilað í fimmtán leikjum á jóladag á ferlinum.

„Það er skrýtið að koma hingað á þessum degi og vera ekki að fara að spila, þetta er öðruvísi. Ég var heppinn að meiðast ekki verr,“

Þrátt fyrir að meiðast í þriðja leikhluta í leiknum gegn Memphis kláraði Kobe leikinn þrátt fyrir meiðslin.

„Ég bjóst ekki við að þetta væri svona alvarlegt, ég héld að læknirinn væri að grínast þegar hann sagði mér þetta. Þetta hefur gengið hægt fyrir sig og við förum rólega í þetta,“ sagði Bryant. 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×