NBA: Svört jól í New York | Sjötti sigur Heat í röð Kristinn Páll Teitsson skrifar 26. desember 2013 11:00 LeBron James í baráttunni við Nick Young í leik Miami Heat og Los Angeles Lakers í gær. Í tilefni jóladags voru öll liðin í sérstökum stutterma jólatreyjum. Það voru svo sannarlega svört jól hjá körfuboltaliðum New York borgar í gær, bæði liðin steinlágu á heimavelli. Chicago Bulls vann öruggan sautján stiga sigur á Brooklyn Nets í Brooklyn 95-78. Eftir þrjá leikhluta leiddu Bulls með nítján stigum og var sigurinn aldrei í hættu eftir það. Taj Gibson var atkvæðamestur í liði Bulls með 20 stig af bekknum ásamt því að taka átta fráköst. Jason Kidd, þjálfari Nets kallaði til krísufundar leikmanna og þjálfara eftir leikinn enda hefur gengi Nets verið hörmulegt hingað til á tímabilinu með dýrasta leikmannahóp deildarinnar. Ekki var það betra hjá nágrönnum Nets í New York Knicks, án Carmelo Anthony áttu Knicks ekki möguleika gegn Oklahoma City Thunder. Leiknum lauk með 123-94 sigri Oklahoma, 29 stiga munur sem er stærsta tap heimaliðs í sögu jólaleikja NBA. Russel Westbrook átti glæsilegan leik fyrir Oklahoma og var með þrefalda tvennu í þriðja leikhluta með 14 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar en hvíldi allan fjórða leikhluta. Dwyane Wade og Chris Bosh leiddu Miami Heat í naumum 101-95 sigri á fámennum Los Angeles Lakers í Staples Center í þriðja leik kvöldsins. Miami leiddi lengst af í leiknum en Lakers gáfust aldrei upp og voru skammt undan allt til loka leiks þegar gestirnir frá Miami náðu að loka leiknum. Þetta var sjötti sigurleikur Miami í röð en byrjun tímabilsins í ár er besta byrjun liðsins frá upphafi. Houston Rockets unnu mikilvægan 13 stiga sigur á San Antonio Spurs á útivelli. James Harden sneri aftur í lið Rockets eftir meiðsli og var stigahæstur í liði Houston með 28 stig. Þá átti Dwight Howard góðan leik undir körfunni með 15 stig og 20 fráköst en í liði Spurs var Manu Ginobili atkvæðamestur með 22 stig af bekknum. Að lokum vann Golden State Warriors nauman heimasigur á Los Angeles Clippers í Oakland. Liðin skiptust á forskotinu allan leikinn og var mikill hiti í mönnum.Einum leikmanni úr hvoru liði var vikið úr húsi í leiknum og voru átök milli liðanna þegar lokaflautan gall. Clippers fengu nokkur ágætis færi á lokasekúndum leiksins til að jafna metin en hittu ekki úr erfiðum skotum.Úrslit gærkvöldsins: Brooklyn Nets 78-95 Chicago Bulls New York Knicks 94-123 Oklahoma City Thunder Los Angeles Lakers 95-101 Miami Heta San Antonio Spurs 98-111 Houston Rockets Golden State Warriors 105-103 Los Angeles Clippers NBA Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Sjá meira
Það voru svo sannarlega svört jól hjá körfuboltaliðum New York borgar í gær, bæði liðin steinlágu á heimavelli. Chicago Bulls vann öruggan sautján stiga sigur á Brooklyn Nets í Brooklyn 95-78. Eftir þrjá leikhluta leiddu Bulls með nítján stigum og var sigurinn aldrei í hættu eftir það. Taj Gibson var atkvæðamestur í liði Bulls með 20 stig af bekknum ásamt því að taka átta fráköst. Jason Kidd, þjálfari Nets kallaði til krísufundar leikmanna og þjálfara eftir leikinn enda hefur gengi Nets verið hörmulegt hingað til á tímabilinu með dýrasta leikmannahóp deildarinnar. Ekki var það betra hjá nágrönnum Nets í New York Knicks, án Carmelo Anthony áttu Knicks ekki möguleika gegn Oklahoma City Thunder. Leiknum lauk með 123-94 sigri Oklahoma, 29 stiga munur sem er stærsta tap heimaliðs í sögu jólaleikja NBA. Russel Westbrook átti glæsilegan leik fyrir Oklahoma og var með þrefalda tvennu í þriðja leikhluta með 14 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar en hvíldi allan fjórða leikhluta. Dwyane Wade og Chris Bosh leiddu Miami Heat í naumum 101-95 sigri á fámennum Los Angeles Lakers í Staples Center í þriðja leik kvöldsins. Miami leiddi lengst af í leiknum en Lakers gáfust aldrei upp og voru skammt undan allt til loka leiks þegar gestirnir frá Miami náðu að loka leiknum. Þetta var sjötti sigurleikur Miami í röð en byrjun tímabilsins í ár er besta byrjun liðsins frá upphafi. Houston Rockets unnu mikilvægan 13 stiga sigur á San Antonio Spurs á útivelli. James Harden sneri aftur í lið Rockets eftir meiðsli og var stigahæstur í liði Houston með 28 stig. Þá átti Dwight Howard góðan leik undir körfunni með 15 stig og 20 fráköst en í liði Spurs var Manu Ginobili atkvæðamestur með 22 stig af bekknum. Að lokum vann Golden State Warriors nauman heimasigur á Los Angeles Clippers í Oakland. Liðin skiptust á forskotinu allan leikinn og var mikill hiti í mönnum.Einum leikmanni úr hvoru liði var vikið úr húsi í leiknum og voru átök milli liðanna þegar lokaflautan gall. Clippers fengu nokkur ágætis færi á lokasekúndum leiksins til að jafna metin en hittu ekki úr erfiðum skotum.Úrslit gærkvöldsins: Brooklyn Nets 78-95 Chicago Bulls New York Knicks 94-123 Oklahoma City Thunder Los Angeles Lakers 95-101 Miami Heta San Antonio Spurs 98-111 Houston Rockets Golden State Warriors 105-103 Los Angeles Clippers
NBA Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Sjá meira