Volkswagen slær við GM í Kína Finnur Thorlacius skrifar 27. desember 2013 11:45 Volkswagen kynnir brátt nýja útgáfu VW Bora í Kína. Volkswagen selur fleiri bíla á stærsta bílamarkaði heims í Kína en nokkur annar erlendur bílaframleiðandi. Ekki munar miklu á fyrirtækjunum því Volkswagen seldi sinn 3. milljónasta bíl þann 5. des, en General Motors aðeins viku seinna. Volkswagen mun líklega selja 70.000 bílum meira en GM í ár. Söluaukning Volkswagen í ár er um 17% og er þá átt við öll bílamerkin sem tilheyra Volkswagen, m.a. Audi, Skoda, Seat, Porsche, Bentley og Lamborghini. General Motors hefur haft forystuna síðastliðin 9 ár en Volkswagen þar á undan, svo Volkswagen er nú að endurheimta efsta sætið. Í þriðja sætinu í ár er Ford, sem sló nú við Toyota frá árinu í fyrra, en Toyota hefur átt bágt í sölu bíla í Kína í ár vegna milliríkjadeilu Japana og Kínverja. Volkswagen horfir björtum augum til sölu á næsta ári, en fyrirtækið ætlar að kynna bíla eins og nýja útgáfu VW Bora, Audi A3 og A4 og Skoda Octavia og væntir VW mikillar sölu í þessum bílum. Chevrolet ætlar að kynna fjórar nýjar gerðir bíla á næsta ári í Kína, en ekki er búist við því að GM nái efsta sætinu af Volkswagen á næsta ári í Kína. Sala nýrra bíla, með atvinnutækjum meðtöldum, var komin í 19,9 milljónir við lok nóvembermánaðar í Kína og því verður yfir 20 milljón bíla sala að veruleika í fyrsta sinn í einu landi í ár. Ætti heildarsalan að ná um 21,7 milljónum ökutækja. Spáð er 10% aukningu í sölu bíla í Kína á næsta ári, eða sölu um 23,8 milljón bíla. Ford hefur spáð því að árið 2020 verði salan komin í 32 milljónir bíla í Kína, en aðrir hafa bent á að aðgerðir hins opinbera, svo minnka megi mengun frá bílum, muni hægja svo á vextinum að salan nái ekki þeim hæðum. Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent
Volkswagen selur fleiri bíla á stærsta bílamarkaði heims í Kína en nokkur annar erlendur bílaframleiðandi. Ekki munar miklu á fyrirtækjunum því Volkswagen seldi sinn 3. milljónasta bíl þann 5. des, en General Motors aðeins viku seinna. Volkswagen mun líklega selja 70.000 bílum meira en GM í ár. Söluaukning Volkswagen í ár er um 17% og er þá átt við öll bílamerkin sem tilheyra Volkswagen, m.a. Audi, Skoda, Seat, Porsche, Bentley og Lamborghini. General Motors hefur haft forystuna síðastliðin 9 ár en Volkswagen þar á undan, svo Volkswagen er nú að endurheimta efsta sætið. Í þriðja sætinu í ár er Ford, sem sló nú við Toyota frá árinu í fyrra, en Toyota hefur átt bágt í sölu bíla í Kína í ár vegna milliríkjadeilu Japana og Kínverja. Volkswagen horfir björtum augum til sölu á næsta ári, en fyrirtækið ætlar að kynna bíla eins og nýja útgáfu VW Bora, Audi A3 og A4 og Skoda Octavia og væntir VW mikillar sölu í þessum bílum. Chevrolet ætlar að kynna fjórar nýjar gerðir bíla á næsta ári í Kína, en ekki er búist við því að GM nái efsta sætinu af Volkswagen á næsta ári í Kína. Sala nýrra bíla, með atvinnutækjum meðtöldum, var komin í 19,9 milljónir við lok nóvembermánaðar í Kína og því verður yfir 20 milljón bíla sala að veruleika í fyrsta sinn í einu landi í ár. Ætti heildarsalan að ná um 21,7 milljónum ökutækja. Spáð er 10% aukningu í sölu bíla í Kína á næsta ári, eða sölu um 23,8 milljón bíla. Ford hefur spáð því að árið 2020 verði salan komin í 32 milljónir bíla í Kína, en aðrir hafa bent á að aðgerðir hins opinbera, svo minnka megi mengun frá bílum, muni hægja svo á vextinum að salan nái ekki þeim hæðum.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent