Bílar litlu dýrari hér en í Þýskalandi Finnur Thorlacius skrifar 10. desember 2013 11:45 Æði misjafnt verð er á bílum í þessum flokki hérlendis og í Þýskalandi. Athyglivert er að bera saman verð á bílum í Þýskalandi og hérlendis. Furðu vekur að ekki skuli muna meira á verði en raun ber vitni. Í þýska bílablaðinu Auto Zeitung sem rataði í hendur greinarskrifara um daginn er tekinn fyrir flokkur millistærðar fólksbíla. Þar er tiltekið verð á 10 vinsælustu bílunum í flokknum, ásamt ýmsum öðrum upplýsingum. Þegar verðið á bílunum er umreiknað í krónur og það borið saman við uppgefið verð á sömu bílum hér á landi kemur í ljós að bílarnir eru að meðaltali aðeins 12,6% dýrari hér en í Þýskalandi, en 5 af þessum bílum eiga ættir þaðan. Það er til dæmis hagstæðara að kaupa Ford Mondeo hjá Brimborg en í Þýskalandi og munar þar 420.000 krónum. Einnig er ódýrara að kaupa Volkswagen Passat í Heklu og BMW 3-línan í BL er á sama verði og í Þýskalandi.Mikill munur milli bílaÞað er alls ekki svo að verð bílanna allra sé 12,6% dýrara hérlendis, heldur er þeir allt frá því að vera 9% ódýrari til 43% dýrari. Þar spila ýmsir þættir inní. Þessir bílar falla í misjafna vörugjaldsflokka hérlendis og fá því mismiklar opinberar álögur eftir því. Veltur það á hve mikið þeir menga. Þá ræður einnig miklu þeir samningar sem umboðin hérlendis hafa náð við framleiðendur vegna mismunandi bílgerða og getur slíkt einnig verið breytilegt milli gerða sama framleiðanda. Sem dæmi um mishá vörugjöld þá mengar Toyota Avensis bíllinn 147 g/km af CO2 og fer því í 25% vörugjaldsflokk, en bílar eins og Mazda6 (110 g/km) og Opel Insignia (109 g/km) falla í 15% vörugjaldsflokk. Eini bíllinn á listanum með bensínvél, Mercedes Benz C-Class, mengar mest þeirra allra, 154 g/km og fellur í 25% vörugjaldsflokk, eins og Toyota Avensis. Þá hefur það einnig áhrif á verð bílanna hérlendis hversu mikið er lagt á þá.Lúxusbílarnir dýrariÍ meðfylgjandi töflu sést að þeir bílar sem flokkast í lúxusbílaflokk, þ.e. BMW, Mercedes Benz og Audi eru í dýrari helmingi listans, en þó er eftirtektarvert að Toyota Avensis laumar sér hér á landi í þann verðflokk þó svo verð hans í Þýskalandi sé nokkuð frá verði lúxusbílanna. Volkswagen Passat er reyndar á svipuðu verði og tveir af lúxusbílunum í Þýskalandi, en gott verð hans hér á landi sendir hann í neðri hluta verðlistans. Það hljóta að teljast ánægjulegar fréttir að þrír af þessum bílum skuli vera á sama verði eða betra hér á landi en í bílalandinu Þýskalandi.Bílar í millistærðarflokki eru allt frá því að vera 9% ódýrari til 43% dýrari. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent
Athyglivert er að bera saman verð á bílum í Þýskalandi og hérlendis. Furðu vekur að ekki skuli muna meira á verði en raun ber vitni. Í þýska bílablaðinu Auto Zeitung sem rataði í hendur greinarskrifara um daginn er tekinn fyrir flokkur millistærðar fólksbíla. Þar er tiltekið verð á 10 vinsælustu bílunum í flokknum, ásamt ýmsum öðrum upplýsingum. Þegar verðið á bílunum er umreiknað í krónur og það borið saman við uppgefið verð á sömu bílum hér á landi kemur í ljós að bílarnir eru að meðaltali aðeins 12,6% dýrari hér en í Þýskalandi, en 5 af þessum bílum eiga ættir þaðan. Það er til dæmis hagstæðara að kaupa Ford Mondeo hjá Brimborg en í Þýskalandi og munar þar 420.000 krónum. Einnig er ódýrara að kaupa Volkswagen Passat í Heklu og BMW 3-línan í BL er á sama verði og í Þýskalandi.Mikill munur milli bílaÞað er alls ekki svo að verð bílanna allra sé 12,6% dýrara hérlendis, heldur er þeir allt frá því að vera 9% ódýrari til 43% dýrari. Þar spila ýmsir þættir inní. Þessir bílar falla í misjafna vörugjaldsflokka hérlendis og fá því mismiklar opinberar álögur eftir því. Veltur það á hve mikið þeir menga. Þá ræður einnig miklu þeir samningar sem umboðin hérlendis hafa náð við framleiðendur vegna mismunandi bílgerða og getur slíkt einnig verið breytilegt milli gerða sama framleiðanda. Sem dæmi um mishá vörugjöld þá mengar Toyota Avensis bíllinn 147 g/km af CO2 og fer því í 25% vörugjaldsflokk, en bílar eins og Mazda6 (110 g/km) og Opel Insignia (109 g/km) falla í 15% vörugjaldsflokk. Eini bíllinn á listanum með bensínvél, Mercedes Benz C-Class, mengar mest þeirra allra, 154 g/km og fellur í 25% vörugjaldsflokk, eins og Toyota Avensis. Þá hefur það einnig áhrif á verð bílanna hérlendis hversu mikið er lagt á þá.Lúxusbílarnir dýrariÍ meðfylgjandi töflu sést að þeir bílar sem flokkast í lúxusbílaflokk, þ.e. BMW, Mercedes Benz og Audi eru í dýrari helmingi listans, en þó er eftirtektarvert að Toyota Avensis laumar sér hér á landi í þann verðflokk þó svo verð hans í Þýskalandi sé nokkuð frá verði lúxusbílanna. Volkswagen Passat er reyndar á svipuðu verði og tveir af lúxusbílunum í Þýskalandi, en gott verð hans hér á landi sendir hann í neðri hluta verðlistans. Það hljóta að teljast ánægjulegar fréttir að þrír af þessum bílum skuli vera á sama verði eða betra hér á landi en í bílalandinu Þýskalandi.Bílar í millistærðarflokki eru allt frá því að vera 9% ódýrari til 43% dýrari.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent