Wagon Attack III á Íslandi Finnur Thorlacius skrifar 12. desember 2013 10:15 Þau fer ekki framhjá landanum að það er mikið í tísku hjá erlendu fólki að heimsækja Ísland og á það ekki síst við ef taka á upp myndbönd. Í þessu ferðalagi sem hér sést taka leiðangursmenn með sér eldgamlan Honda Civic Wagon bíl frá Bandaríkjunum sem þeir hafa einungis eitt markmið með, það er að eyðileggja hann á erfiðum vegum og torfærum Íslands. Heilmiklar tilraunir eru gerðar til að eyðileggja bílinn, en það tekst þó ekki, enda Honda-bílar sterkbyggðir með afbrigðum. Endalok bílsins eru því nokkuð sorgleg, en hann endar lífdaga sína í endurvinnslu fyrir bíla hér á landi. Myndband þetta er það þriðja í röðinni sem framleiðendurnir hafa birt og er það nú áberandi á hinum þekkta bílavef autoblog.com. Í öllum mynböndunum hefur verið þjösnast á þessum bíl, en nú er hætt við því að þau verði ekki fleiri. Myndbandið hefst með miklum spekúlasjónum um borð í listibáti um hvar sé best að bera niður við tilraunina við að eyðileggja bílinn og að sjálfsögðu finnst þeim heppileqast að bera niður á Íslandi. Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent
Þau fer ekki framhjá landanum að það er mikið í tísku hjá erlendu fólki að heimsækja Ísland og á það ekki síst við ef taka á upp myndbönd. Í þessu ferðalagi sem hér sést taka leiðangursmenn með sér eldgamlan Honda Civic Wagon bíl frá Bandaríkjunum sem þeir hafa einungis eitt markmið með, það er að eyðileggja hann á erfiðum vegum og torfærum Íslands. Heilmiklar tilraunir eru gerðar til að eyðileggja bílinn, en það tekst þó ekki, enda Honda-bílar sterkbyggðir með afbrigðum. Endalok bílsins eru því nokkuð sorgleg, en hann endar lífdaga sína í endurvinnslu fyrir bíla hér á landi. Myndband þetta er það þriðja í röðinni sem framleiðendurnir hafa birt og er það nú áberandi á hinum þekkta bílavef autoblog.com. Í öllum mynböndunum hefur verið þjösnast á þessum bíl, en nú er hætt við því að þau verði ekki fleiri. Myndbandið hefst með miklum spekúlasjónum um borð í listibáti um hvar sé best að bera niður við tilraunina við að eyðileggja bílinn og að sjálfsögðu finnst þeim heppileqast að bera niður á Íslandi.
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent