Sport

Murray íþróttamaður ársins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Murray lagði Novak Djokovic í úrslitaleiknum á Wimbledon síðastliðið sumar.
Murray lagði Novak Djokovic í úrslitaleiknum á Wimbledon síðastliðið sumar. Nordicphotos/Getty
Skoski tenniskappinn braut 77 ára múr breskra á Wimbledon-mótinu síðastliðið sumar.

Skotinn Andy Murray var kjörinn íþróttamaður ársins í Bretlandi í gærkvöldi. Talið var líklegt að Murray hlyti titilinn.

Tilkynnt var um útnefninguna á árlegri sjónvarpsútsendingu á BBC í gær. Murray var ekki viðstaddur athöfnina en Martin Navratilova afhenti Skotanum verðlaun sín í Flórída þar sem Murray er við æfingar.

Skotinn sagðist hafa velt fyrir sér að mæta á athöfnina. Hann hafi hins vegar ekki viljað setja æfingarútínu sína úr skorðum.

„Það hefði verið auðvelda ákvörðunina að fljúga til Bretland. Það hefði verið frábært og ég hefði skemmt mér vel,“ sagði Skotinn að bikarafhendingu lokinni.

„Ég hefði tekið það fram yfir hlaup í þrjá klukkutíma á tennisvellinum. Þetta var samt rétt ákvörðun fyrir feril minn, bakið mitt og undirbúninginn fyrir Opna ástralska.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×