Lífið

Vinsælustu tíst ársins 2013

Stefán Árni Pálsson skrifar
Lea Michele ásamt Cory Monteith.
Lea Michele ásamt Cory Monteith. mynd / twitter
Samskiptamiðillinn Twitter hefur gefið út hvaða tíst voru vinsælust á árinu 2013.

Þar kemur í ljós að fréttir af erlendum stjörnum eru enn þær allra vinsælustu í heiminum en vinsælasta tíst ársins kom frá leikkonunni Lea Michele, sem fer með aðalhlutverkið í þáttunum Glee, þegar fyrrverandi sambýlismaður hennar, Cory Monteith, lést.

Monteith hafði lengi vel glímt við fíkniefnavanda en hann fór einnig með eitt af aðalhlutverkunum í Glee.

Cory Monteith lést úr of stórum skammti á hótelherbergi í Kanada þann þrettánda júlí síðastliðinn, aðeins 31 árs gamall.

Tíst hennar var dreift af öðrum notendum Twitter 410.000 sinnum. Næst vinsælasta tístið kom frá Twitter-reikningi leikarans Paul Walker eftir að hann lést í bílslysi  en því var dreift 400.000 sinnum.

Frans páfi var kynntur til sögunnar í mars og var gríðarleg umræða tengd honum á Twitter en um 130.000 tíst komu um páfann á hverri mínútu fyrsta daginn.

Hér að neðan má sjá vinsælustu tíst ársins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×