Daimler kaupir 5% í Aston Martin Finnur Thorlacius skrifar 19. desember 2013 13:45 Margir myndu gráta brotthvarf Aston Martin og vonandi að samstarfið við Mercedes Benz bæti afkomuna. Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz hefur keypt 5% hlut í breska sportbílaframleiðandanum Aston Martin. Þessum hlut fylgir ekki réttur til stjórnarsetu í Aston Martin. Kaupin koma í kjölfar þess að fyrirtækin tvö höfðu í júní síðastliðnum bundist samkomulagi um þróun og smíði V8 véla í bíla Aston Martin. Með samstarfinu getur Aston Martin lækkað kostnað við þróun véla í bíla sína og nýtur þeirrar tækniþekkingar sem býr í herbúðum AMG-deildar Mercedes Benz. Aston Martin hefur átt bágt með að fjármagna þróun nýrra bíla sinna á meðan keppinautur eins og Rolls Royce hefur notið fjármagns frá eigandi sínum, BMW. Sama á við Bentley, sem er í eigu Volkswagen. Því var Aston Martin nauðugur einn kostur, að hefja samstarf við stóran framleiðanda, eða verða undir í samkeppninni. Rekstur Aston Martin hefur ekki gengið alltof vel að undaförnu og seldi það aðeins 3.800 bíla í fyrra, 10% minna en árið áður. Á fyrstu 9 mánuðum þessa árs tapaði Aston Martin 4,6 milljörðum króna, en árið á undan færði fyrirtækinu 4 milljarða tap. Það er vonandi að samstarfið við Mercedes Benz muni breyta gæfu Aston Martin. Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent
Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz hefur keypt 5% hlut í breska sportbílaframleiðandanum Aston Martin. Þessum hlut fylgir ekki réttur til stjórnarsetu í Aston Martin. Kaupin koma í kjölfar þess að fyrirtækin tvö höfðu í júní síðastliðnum bundist samkomulagi um þróun og smíði V8 véla í bíla Aston Martin. Með samstarfinu getur Aston Martin lækkað kostnað við þróun véla í bíla sína og nýtur þeirrar tækniþekkingar sem býr í herbúðum AMG-deildar Mercedes Benz. Aston Martin hefur átt bágt með að fjármagna þróun nýrra bíla sinna á meðan keppinautur eins og Rolls Royce hefur notið fjármagns frá eigandi sínum, BMW. Sama á við Bentley, sem er í eigu Volkswagen. Því var Aston Martin nauðugur einn kostur, að hefja samstarf við stóran framleiðanda, eða verða undir í samkeppninni. Rekstur Aston Martin hefur ekki gengið alltof vel að undaförnu og seldi það aðeins 3.800 bíla í fyrra, 10% minna en árið áður. Á fyrstu 9 mánuðum þessa árs tapaði Aston Martin 4,6 milljörðum króna, en árið á undan færði fyrirtækinu 4 milljarða tap. Það er vonandi að samstarfið við Mercedes Benz muni breyta gæfu Aston Martin.
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent