Nissan býður Rússum Datsun bíla Finnur Thorlacius skrifar 20. desember 2013 08:45 Datson Go Nissan hefur, eins og sagt hefur verið frá hér fyrr í ár, dubbað upp vörumerkið Datsun og ætlar að nota það fyrir ódýra bíla sem boðnir verða á mörkuðum þar sem almenningur hefur ekki mikið á milli handanna. Nissan ætlar að byrja að bjóða Datsun bíla í Rússlandi í apríl og fyrsti bíllinn sem í boði verður heitir Go og sést hér á mynd. Datsun Go er byggður á sama undirvagni og Nissan Micra og á margt annað sameiginlegt með honum. Go verður boðinn á um 1,4 milljónir króna og vonar Nissan að hann muni höfða til sístækkandi miðstétt Rússa sem hafa sífellt auknar tekjur. Bíllinn á að vera valkostur í samkeppninni við notaða bíla og keppa við þá um hylli, ekki aðra nýja bíla. Um 6 milljónir notaðra bíla skipta um hendur í Rússlandi á þessu ári, svo eftir nokkru er að slægjast. Bílasala nýrra bíla hefur dregist saman í Rússlandi á þessu ári og heildarsamdrátturinn verður líklega 9%. Það þýðir hinsvegar ekki að eftirspurnin eftir ódýrari gerðum bíla hafi minnkað, heldur þveröfugt aukist og það ætlar Nissan sér að nýta með þessum ódýra Datsun bíl. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Erlent Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Innlent
Nissan hefur, eins og sagt hefur verið frá hér fyrr í ár, dubbað upp vörumerkið Datsun og ætlar að nota það fyrir ódýra bíla sem boðnir verða á mörkuðum þar sem almenningur hefur ekki mikið á milli handanna. Nissan ætlar að byrja að bjóða Datsun bíla í Rússlandi í apríl og fyrsti bíllinn sem í boði verður heitir Go og sést hér á mynd. Datsun Go er byggður á sama undirvagni og Nissan Micra og á margt annað sameiginlegt með honum. Go verður boðinn á um 1,4 milljónir króna og vonar Nissan að hann muni höfða til sístækkandi miðstétt Rússa sem hafa sífellt auknar tekjur. Bíllinn á að vera valkostur í samkeppninni við notaða bíla og keppa við þá um hylli, ekki aðra nýja bíla. Um 6 milljónir notaðra bíla skipta um hendur í Rússlandi á þessu ári, svo eftir nokkru er að slægjast. Bílasala nýrra bíla hefur dregist saman í Rússlandi á þessu ári og heildarsamdrátturinn verður líklega 9%. Það þýðir hinsvegar ekki að eftirspurnin eftir ódýrari gerðum bíla hafi minnkað, heldur þveröfugt aukist og það ætlar Nissan sér að nýta með þessum ódýra Datsun bíl.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Erlent Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Innlent