Lífið

Rappandi stelpa í Arabs Got Talent

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Mayam byrjaði að rappa fyrir hálfgerða slysni.
Mayam byrjaði að rappa fyrir hálfgerða slysni.
Mayam Mahmoud, frá Egyptalandi, hefur slegið í gegn eftir að hún kom fram í þættinum Arabs Got Talent. Hún rappar um kvenréttindi og vill bættan hlut kvenna í Mið-Austurlöndum. Margir hafa tekið undir orð hennar og lofað hana fyrir hugrekki. Bókstarfstrúarmenn í hinum íslamska heimi hafa aftur á móti lýst yfir andúð sinni á boðskap hennar.

„Sumir segja að ég sé að óhreinka nafn Íslam. Margir spyrja sig hvort að stelpa með slæðu megi gera þetta eða megi gera hitt,“ segir hún í samtali við breska blaðið The Guardian. Hún vonast til þess að rapp sitt veki fólk til umhugsunar um stöðu kvenna og vonast til þess að afskiptasemi um hegðun þeirra linni.

Mayam byrjaði að rappa fyrir hálfgerða slysni. „Ég kynntist ljóðlist í gegnum móður mína og var að skrifaði ljóð sem ég las hratt. Svo var mér tjáð að þetta væri kallað rapp. Ég heyrði svo karlrappara fjalla um konur og kenna þeim um flest öll vandamál. Ég ákvað að svara þeim og rappa því um öll vandamálin sem konur standa frammi fyrir,“ útskýrir Mayam Mohammad.

Ljóst er að þörf er á boðskap hennar, því í niðurstöðum könnunar Sameinuðu Þjóðanna, sem birtar voru í apríl á þessu ári, kemur fram að 99,3 prósent egypskra kvenna hafa tilkynnt kynferðislega áreitni og 91 prósent þeirra eru hræddar á götum úti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.