Hulunni svipt af greiðslufyrirkomulagi Spotify Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 4. desember 2013 14:47 Eminem, Drake og Lorde eru meðal þeirra listamanna sem fjallað er um í umfjöllun Time. Tónlistarveitan Spotify hefur verið gagnrýnd af tónlistarfólki fyrir að grafa undan plötusölu og greiða ekki nægileg höfundaréttargjöld til listamanna. Til dæmis fjarlægði Radiohead-kempan Thom Yorke allt sólóefni sitt af síðunni fyrr á árinu og sagði að það hreinlega borgaði sig ekki fyrir sig að vera á Spotify. Þá hafa aðrir listamenn á borð við Aimee Mann og The Black Keys haldið nýjustu útgáfum sínum frá veitunni af ótta við slæm áhrif á plötusölu. En nú hefur tónlistarveitan sett í loftið sérstaka síðu þar sem nánar er farið út í greiðslufyrirkomulagið og nefnist síðan Spotify Artists. Þar kemur meðal annars fram að Spotify hafi greitt 500 milljónir Bandaríkjadala í höfundaréttargjöld til rétthafa það sem af er þessa árs. Samanlagðar höfundaréttargreiðslur til rétthafa frá 2009 nema einum milljarði Bandaríkjadala, en það eru um 70 prósent tekja tónlistarveitunnar á tímabilinu.Daniel Elk, stofnandi Spotify.mynd/gettySafnast þegar saman kemur Spotify greiðir ekki fasta upphæð fyrir hverja spilun á síðunni. Þess í stað er heildarupphæð höfundaréttargreiðslna hverju sinni skipt á milli rétthafa eftir hlutfalli þeirra af allri spilun. Þannig gætu höfundaréttargreiðslur tónlistarmanns verið misháar á milli ára þó að lög listamannsins væru spiluð jafn oft. Fyrirtækið áætlar að hver spilun skili listamanni á milli 0,006 og 0,0084 Bandaríkjadala í höfundaréttargreiðslum. Sú tala kann að hljóma lág en samkvæmt gögnum Spotify safnast þegar saman kemur, að minnsta kosti hjá vinsælu tónlistarfólki. Vinsælasta plata hvers mánaðar er sögð skila rúmlega 400 þúsund Bandaríkjadölum í höfundaréttargreiðslum til rétthafa. Tónlistarmaður sem vinsæll er um allan heim og Spotify kýs að nafngreina ekki skilaði rúmum þremur milljónum Bandaríkjadala í höfundaréttargreiðslum til rétthafa frá ágúst í fyrra til júlí á þessu ári. Spotify gerir ráð fyrir því að þessar tölur komi til með að hækka samhliða auknum tekjum tónlistarveitunnar, en fjöldi tónlistarfólks sem skiptir kökunni á milli sín er sagður breytast lítið.Vefsíðan Time tók saman tíu vinsælustu lögin á Spotify næstsíðustu vikuna í nóvember og reiknaði lauslega út höfundaréttargreiðslur sem þau hafa skilað frá útgáfudegi. Listinn er svohljóðandi:1. The Monster / Eminem / 35,1 milljón spilanir / 210.000 – 294.000 dalir2. Timber / Pitbull / 32,0 milljón spilanir / 192.000 – 269.000 dalir3. Lorde / Royals / 65,3 milljón spilanir / 392.000 – 549.000 dalir4. OneRepublic / Counting Stars / 57,7 milljón spilanir / 346.000 – 484.000 dalir5. Avicii / Hey Brother / 46,5 milljón spilanir / 279.000 – 391.000 dalir6. Miley Cyrus / Wrecking Ball / 60,4 milljón spilanir / 363.000 – 508.000 dalir7. Katy Perry / Roar / 64,6 milljón spilanir / 388.000 – 543.000 dalir8. Avicii / Wake Me Up / 152,1 milljón spilanir / 913.000 – 1,3 milljón dalir9. Drake / Hold On, We’re Going Home /47,1 milljón spilanir / 283.000 – 396.000 dalir10. Ellie Goulding / Burn / 53,8 milljón spilanir / 323.000 – 452.000 dalir Tengdar fréttir Thom Yorke gagnrýnir Spotify Thom Yorke, söngvari Radiohead, segir tónlistarveituna Spotify vera „síðasta örvæntingarfulla prump deyjandi líks.“ 4. október 2013 11:30 Metin falla á Spotify Notendur streymdu nýjustu plötu Jay-Z 14 milljón sinnum á einni viku. 18. júlí 2013 11:06 Íslendingar bætast í hóp Spotify-notenda Ein fremsta tónlistarveita heims, Spotify, hefur starfsemi á Íslandi í dag. Tónlistarveitan býður tónlistarunnendum upp á einfalda leið til að hlusta á tónlist, án þess að greiða nokkuð fyrir. 16. apríl 2013 07:00 Óvíst hvort Sóley fái nokkuð fyrir 14 milljón spilanir á Youtube "Það er eins og það séu allir jafn glærir í þessu, Youtube er svo nýtt,“ segir tónlistarkonan Sóley Stefánsdóttir. 4. nóvember 2013 11:16 Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Tónlistarveitan Spotify hefur verið gagnrýnd af tónlistarfólki fyrir að grafa undan plötusölu og greiða ekki nægileg höfundaréttargjöld til listamanna. Til dæmis fjarlægði Radiohead-kempan Thom Yorke allt sólóefni sitt af síðunni fyrr á árinu og sagði að það hreinlega borgaði sig ekki fyrir sig að vera á Spotify. Þá hafa aðrir listamenn á borð við Aimee Mann og The Black Keys haldið nýjustu útgáfum sínum frá veitunni af ótta við slæm áhrif á plötusölu. En nú hefur tónlistarveitan sett í loftið sérstaka síðu þar sem nánar er farið út í greiðslufyrirkomulagið og nefnist síðan Spotify Artists. Þar kemur meðal annars fram að Spotify hafi greitt 500 milljónir Bandaríkjadala í höfundaréttargjöld til rétthafa það sem af er þessa árs. Samanlagðar höfundaréttargreiðslur til rétthafa frá 2009 nema einum milljarði Bandaríkjadala, en það eru um 70 prósent tekja tónlistarveitunnar á tímabilinu.Daniel Elk, stofnandi Spotify.mynd/gettySafnast þegar saman kemur Spotify greiðir ekki fasta upphæð fyrir hverja spilun á síðunni. Þess í stað er heildarupphæð höfundaréttargreiðslna hverju sinni skipt á milli rétthafa eftir hlutfalli þeirra af allri spilun. Þannig gætu höfundaréttargreiðslur tónlistarmanns verið misháar á milli ára þó að lög listamannsins væru spiluð jafn oft. Fyrirtækið áætlar að hver spilun skili listamanni á milli 0,006 og 0,0084 Bandaríkjadala í höfundaréttargreiðslum. Sú tala kann að hljóma lág en samkvæmt gögnum Spotify safnast þegar saman kemur, að minnsta kosti hjá vinsælu tónlistarfólki. Vinsælasta plata hvers mánaðar er sögð skila rúmlega 400 þúsund Bandaríkjadölum í höfundaréttargreiðslum til rétthafa. Tónlistarmaður sem vinsæll er um allan heim og Spotify kýs að nafngreina ekki skilaði rúmum þremur milljónum Bandaríkjadala í höfundaréttargreiðslum til rétthafa frá ágúst í fyrra til júlí á þessu ári. Spotify gerir ráð fyrir því að þessar tölur komi til með að hækka samhliða auknum tekjum tónlistarveitunnar, en fjöldi tónlistarfólks sem skiptir kökunni á milli sín er sagður breytast lítið.Vefsíðan Time tók saman tíu vinsælustu lögin á Spotify næstsíðustu vikuna í nóvember og reiknaði lauslega út höfundaréttargreiðslur sem þau hafa skilað frá útgáfudegi. Listinn er svohljóðandi:1. The Monster / Eminem / 35,1 milljón spilanir / 210.000 – 294.000 dalir2. Timber / Pitbull / 32,0 milljón spilanir / 192.000 – 269.000 dalir3. Lorde / Royals / 65,3 milljón spilanir / 392.000 – 549.000 dalir4. OneRepublic / Counting Stars / 57,7 milljón spilanir / 346.000 – 484.000 dalir5. Avicii / Hey Brother / 46,5 milljón spilanir / 279.000 – 391.000 dalir6. Miley Cyrus / Wrecking Ball / 60,4 milljón spilanir / 363.000 – 508.000 dalir7. Katy Perry / Roar / 64,6 milljón spilanir / 388.000 – 543.000 dalir8. Avicii / Wake Me Up / 152,1 milljón spilanir / 913.000 – 1,3 milljón dalir9. Drake / Hold On, We’re Going Home /47,1 milljón spilanir / 283.000 – 396.000 dalir10. Ellie Goulding / Burn / 53,8 milljón spilanir / 323.000 – 452.000 dalir
Tengdar fréttir Thom Yorke gagnrýnir Spotify Thom Yorke, söngvari Radiohead, segir tónlistarveituna Spotify vera „síðasta örvæntingarfulla prump deyjandi líks.“ 4. október 2013 11:30 Metin falla á Spotify Notendur streymdu nýjustu plötu Jay-Z 14 milljón sinnum á einni viku. 18. júlí 2013 11:06 Íslendingar bætast í hóp Spotify-notenda Ein fremsta tónlistarveita heims, Spotify, hefur starfsemi á Íslandi í dag. Tónlistarveitan býður tónlistarunnendum upp á einfalda leið til að hlusta á tónlist, án þess að greiða nokkuð fyrir. 16. apríl 2013 07:00 Óvíst hvort Sóley fái nokkuð fyrir 14 milljón spilanir á Youtube "Það er eins og það séu allir jafn glærir í þessu, Youtube er svo nýtt,“ segir tónlistarkonan Sóley Stefánsdóttir. 4. nóvember 2013 11:16 Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Thom Yorke gagnrýnir Spotify Thom Yorke, söngvari Radiohead, segir tónlistarveituna Spotify vera „síðasta örvæntingarfulla prump deyjandi líks.“ 4. október 2013 11:30
Metin falla á Spotify Notendur streymdu nýjustu plötu Jay-Z 14 milljón sinnum á einni viku. 18. júlí 2013 11:06
Íslendingar bætast í hóp Spotify-notenda Ein fremsta tónlistarveita heims, Spotify, hefur starfsemi á Íslandi í dag. Tónlistarveitan býður tónlistarunnendum upp á einfalda leið til að hlusta á tónlist, án þess að greiða nokkuð fyrir. 16. apríl 2013 07:00
Óvíst hvort Sóley fái nokkuð fyrir 14 milljón spilanir á Youtube "Það er eins og það séu allir jafn glærir í þessu, Youtube er svo nýtt,“ segir tónlistarkonan Sóley Stefánsdóttir. 4. nóvember 2013 11:16