Tónlist

Noel Gallagher hraunar yfir Arcade Fire

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Arcade Fire eru nýjustu þolendur kjaftbrúks Gallagher.
Arcade Fire eru nýjustu þolendur kjaftbrúks Gallagher. myndir/getty
Breski gítarleikarinn Noel Gallagher er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum um kollega sína. Nú er það kanadíska hljómsveitin Arcade Fire sem fer í taugarnar á þessari gömlu Oasis-kempu.

Í nýju viðtali við Rolling Stone tjáir Gallagher sig um nýjustu plötu sveitarinnar, Reflektor, sem hann viðurkennir þó að hafa ekki heyrt.

„Hver sá sem gefur út tvöfalda plötu þarf að draga hausinn úr rassgatinu. Þetta er ekki 8. áratugurinn,“ segir Gallagher. „Hver hefur tíma, árið 2013, til þess að hlusta á einfalda 45 mínútna plötu út í gegn? Hversu hrokafullt er þetta fólk að halda að hlustendur hafi einn og hálfan klukkutíma aflögu til þess að hlusta á helvítis plötu?“

Aðspurður um sérstakan fatastíl Arcade Fire gengur Gallagher enn lengra í yfirlýsingunum. „Veistu hver tilgangurinn er? Hann er til þess að beina athygli tónleikagesta frá „skítadiskóinu“ sem kemur úr hátölurunum.“ Þá segir hann hljómsveitarmeðlimi klæðast „eins og Skytturnar þrjár á sýru“.

Gallagher talaði þó fallega um aðra tónlistarmenn. Lýsti dálæti sínu á rafdúóinu Disclosure og nýjustu plötu Kanye West.


Tengdar fréttir

Oasis að koma saman að nýju?

Noel Gallagher segist ekki ætla að taka þátt í mögulegri endurkomu hljómsveitarinnar Oasis á næsta ári

Gallagher er „Belieber“

Liam Gallagher er aðdáandi Justins Bieber. Þessu greindi hinn óstýriláti fyrrverandi söngvari Oasis frá í viðtali fyrir skemmstu.

Oasis snýr ekki aftur

Noel Gallagher gefur lítið fyrir það að hljómsveitin Oasis komi saman á nýjan leik.

Liam gáttaður á bróðurnum

Yngri Gallagher-bróðirinn Liam þykir lítið til eldri bróður síns, Noels, koma eftir að hinn síðarnefndi steig á svið með Damon Albarn úr Blur um helgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.