Sport

Bolt tapar peningum út af lyfjamálum Jamaíka

Bolt með Robin van Persie.
Bolt með Robin van Persie.
Lyfjaeftirlitsmálin hjá frjálsíþróttasambandi Jamaíka eru undir smásjá alþjóða lyfjaeftirlitsnefndarinnar sem er komið til landsins að skoða hvað sé að gerast þar.

Sex frjálsíþróttamenn frá Jamaíka hafa fallið á lyfjaprófi á þessu ári og virðist ekki allt vera eins og það á að vera í landinu.

Fljótasti maður allra tíma, Jamaíkamaðurinn Usain Bolt, hefur áhyggjur af þessum málum og segir að það gæti kostað hann tekjur. Að styrktaraðilar muni halda að sér höndum við að ráða hann í vinnu á ÓL árið 2016.

"Þetta er mín vinna. Ég get ekki bara farið í verkfall. Það þarf að fara varlega í yfirlýsingar því þetta ég er að tapa peningum út af þessu ástandi. Það þarf að loka þessu máli sem fyrst," sagði Bolt en hann var kosinn frjálsíþróttamaður ársins um daginn.

"Það er kannski ekki verið að standa 100 prósent rétt að málum þarna því það eru ekki sömu peningar til að gera það og annars staðar. Við fáum ekki marga styrktaraðila."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×