NBA: Loksins sigur hjá Kidd og lærisveinum hans í Brooklyn Nets Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. nóvember 2013 07:05 Mynd/AP Brooklyn Nets endaði fimm leikja taphrinu í NBA-deildinni í körfubolta með naumum 102-100 sigri á Toronto Raptors í nótt. Los Angeles Lakers liðið náði ekki að framlengja þriggja leikja sigurgöngu sína. Andray Blatche skoraði 24 stig fyrir Brooklyn Nets, Joe Johnson var með 21 stig og Paul Pierce skoraði 16 stig. Þetta var fyrsti sigur lærisveina Jason Kidd síðan liðið vann Phoenix Suns 15. nóvember síðastliðinn. DeMar DeRozan skoraði 27 stig fyrir Toronto og Kyle Lowry var með 24 stig. „Þetta var var stórt. Við erum búnir að vera í vandræðum," sagði Kevin Garnett sem skoraði 12 stig fyrir Brooklyn. „Strákarnir í búningsklefanum sögðu hingað og ekki lengra. Það er mikið stolt í þessum hópi og þeir vissu hvað þurfti til í kvöld," sagði Jason Kidd en þetta var aðeins fjórði sigur liðsins í fjórtán leikjum á tímabilinu. John Wall var með 31 stig og 9 stoðsendingar fyrir Washington Wizards í 116-111 sigri á Los Angeles Lakers og Nene bætti við 30 stigum. Lakers var búið að vinna þrjá síðustu leiki sína en heldur áfram að vandræðast á útivelli. Lakers hefur aðeins unnið 1 af 6 útileikjum tímabilsins. Wall skoraði 11 stig á síðustu fjórum mínútum leiksins og hefur nú brotið 30 stiga múrinn í síðustu þremur leikjum. Jordan Farmar var atkvæðamestur hjá Lakers með 22 stig og 8 stoðsendingar. Klay Thompson skoraði 22 stig og gaf 8 stoðsendingar þegar Golden State Warriors vann 102-101 sigur á New Orleans Pelicans. David Lee skoraði 19 stig og hinn 35 ára gamli Jermaine O'Neal bætti við 18 stigum og 8 fráköstum á 26 mínútum. Ryan Anderson var atkvæðamestur hjá Pelíkönunum með 21 stig og 12 fráköst. Orlando Magic endaði 17 leikja taphrinu á útivelli með 109-92 sigri á Atlanta Hawks. Þetta var fyrsti sigur liðsins utan Orlando síðan liðið vann í New Orleans 4. mars síðastliðinn. Arron Afflalo skoraði 26 stig fyrir Magic og þeir Victor Oladipo og Andrew Nicholson voru báðir með 18 stig. Jeff Teague og Al Horford voru stigahæstir hjá Atlanta með 15 stig hvor.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Toronto Raptors - Brooklyn Nets 100-102 Washington Wizards - LA Lakers 116-111 Atlanta Hawks - Orlando Magic 92-109 New Orleans Pelicans - Golden State Warriors 101-102 NBA Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Komið að kveðjustund? Í beinni: Grindavík - Keflavík | Hart barist í Smáranum Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Lið sem voru á miklu flugi Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Sjá meira
Brooklyn Nets endaði fimm leikja taphrinu í NBA-deildinni í körfubolta með naumum 102-100 sigri á Toronto Raptors í nótt. Los Angeles Lakers liðið náði ekki að framlengja þriggja leikja sigurgöngu sína. Andray Blatche skoraði 24 stig fyrir Brooklyn Nets, Joe Johnson var með 21 stig og Paul Pierce skoraði 16 stig. Þetta var fyrsti sigur lærisveina Jason Kidd síðan liðið vann Phoenix Suns 15. nóvember síðastliðinn. DeMar DeRozan skoraði 27 stig fyrir Toronto og Kyle Lowry var með 24 stig. „Þetta var var stórt. Við erum búnir að vera í vandræðum," sagði Kevin Garnett sem skoraði 12 stig fyrir Brooklyn. „Strákarnir í búningsklefanum sögðu hingað og ekki lengra. Það er mikið stolt í þessum hópi og þeir vissu hvað þurfti til í kvöld," sagði Jason Kidd en þetta var aðeins fjórði sigur liðsins í fjórtán leikjum á tímabilinu. John Wall var með 31 stig og 9 stoðsendingar fyrir Washington Wizards í 116-111 sigri á Los Angeles Lakers og Nene bætti við 30 stigum. Lakers var búið að vinna þrjá síðustu leiki sína en heldur áfram að vandræðast á útivelli. Lakers hefur aðeins unnið 1 af 6 útileikjum tímabilsins. Wall skoraði 11 stig á síðustu fjórum mínútum leiksins og hefur nú brotið 30 stiga múrinn í síðustu þremur leikjum. Jordan Farmar var atkvæðamestur hjá Lakers með 22 stig og 8 stoðsendingar. Klay Thompson skoraði 22 stig og gaf 8 stoðsendingar þegar Golden State Warriors vann 102-101 sigur á New Orleans Pelicans. David Lee skoraði 19 stig og hinn 35 ára gamli Jermaine O'Neal bætti við 18 stigum og 8 fráköstum á 26 mínútum. Ryan Anderson var atkvæðamestur hjá Pelíkönunum með 21 stig og 12 fráköst. Orlando Magic endaði 17 leikja taphrinu á útivelli með 109-92 sigri á Atlanta Hawks. Þetta var fyrsti sigur liðsins utan Orlando síðan liðið vann í New Orleans 4. mars síðastliðinn. Arron Afflalo skoraði 26 stig fyrir Magic og þeir Victor Oladipo og Andrew Nicholson voru báðir með 18 stig. Jeff Teague og Al Horford voru stigahæstir hjá Atlanta með 15 stig hvor.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Toronto Raptors - Brooklyn Nets 100-102 Washington Wizards - LA Lakers 116-111 Atlanta Hawks - Orlando Magic 92-109 New Orleans Pelicans - Golden State Warriors 101-102
NBA Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Haukar | Komið að kveðjustund? Í beinni: Grindavík - Keflavík | Hart barist í Smáranum Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Lið sem voru á miklu flugi Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Sjá meira