Tónlist

Mono Town samdi við Deezer

Mono Town
Mono Town
Streymisþjónustan Deezer gerði í dag samning við íslensku hljómsveitina Mono Town um að gefa út fyrstu plötu sveitarinnar.

Streymisþjónustan sem um ræðir hefur um það bil fimm milljón áskrifendur og hátt í tíu milljón notendur um allan heim.

Tvö lög af væntanlegri plötu, Jackie O og Peacemaker, voru sett á vef Deezer í gær.

Hljómsveitin kemur ekki til með að gefa út tónlistina á geisladisk eins og venjan er, heldur verður hægt að hlaða tónlist þeirra niður á efnisveitum líkt og iTunes og í gegnum Deezer.

Mono Town er þriggja manna sveit úr Reykjavík. Hana skipa bræðurnir Daði og Börkur Birgissynir og Bjarki Sigurðsson.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.