Tónlist

Sömdu nýja útgáfu af baráttusöng íslenska landsliðsins

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Strákarnir í upptökuteyminu StopWaitGo, Ásgeir Orri Ásgeirsson, Pálmi Ragnar Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson, hafa unnið að því undanfarið að endurgera lagið Áfram Ísland, baráttu- og hvatningarlag knattspyrnulandsliðsins. Þeir voru gestir Gulla Helga, Huldu og Heimis í Bítinu í morgun og frumfluttu þar nýju útgáfuna.

Lagið var fyrst tekið upp árið 2002 en þá voru þau Birgitta Haukdal og Hreimur Örn Heimisson á meðal flytjenda. Inn í lagið voru svo klipptir bútar úr nokkrum ógleymanlegum gullkornum íslenskra íþróttafréttamanna. 

Nú er búið að endurgera lagið og hafa nokkrar skærustu stjörnur ungu kynslóðarinnar ljáð laginu rödd sína en Ingó veðurguð, Sverrir Bergmann, Erna Hrönn, Jóhanna Guðrún, Friðrik Dór og Unnur Eggertsdóttir eru öll á meðal flytjenda. 

Þjóðin hefur nú rétt tæpa viku til þess að læra textann við lagið en stórleikur íslenska landsliðsins við Króatíu fer fram á Laugardalsvelli á föstudaginn. 

Hér fyrir neðan má heyra lagið í heild sinni.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.