Audi flýgur 70 metra yfir landamæri Finnur Thorlacius skrifar 14. nóvember 2013 08:45 Ekki sérlega fagur Audi eftir flugferðina. Fæstir fljúga yfir landamæri nema í flugvélum. Þessi Audi eigandi gerði það hinsvegar yfir landamæri Frakklands og Sviss og fór 70 metra í stökkinu og var mest í um 5 metra hæð. Bíllinn fór heilan hring í flugferðinni en lenti á hjólunum. Hann stökk yfir gjaldtökuhús landamærastöðvarinnar á leiðinni. Þessi flugferð hefur væntanlega litið út eins og vel æft stuntatriði í bíómynd, en svo var þó alls ekki, heldur voru lukkudísirnar með í för. Þetta gerðist í síðustu viku en bíllinn var langt yfir leyfilegum hámarkshraða og lenti á vegriði og fór svona óvenjulega yfir landamærin. Ökumaðurinn gaf þá skýringu á óhappinu að hann hafi verið að endurstilla leiðsögukerfi bílsins, en það er greinilega ekki ráðlegt á mikilli ferð. Bæði ökumaðurinn og farþegar hans komust svo til ómeiddir úr óhappinu, þótt ótrúlegt megi virðast, en bílstjórinn meiddist þó aðeins á hendi. Bíllinn er þó ónýtur, eins og glögglega sést. Hér hófst flugferð Audi bílsins. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent
Fæstir fljúga yfir landamæri nema í flugvélum. Þessi Audi eigandi gerði það hinsvegar yfir landamæri Frakklands og Sviss og fór 70 metra í stökkinu og var mest í um 5 metra hæð. Bíllinn fór heilan hring í flugferðinni en lenti á hjólunum. Hann stökk yfir gjaldtökuhús landamærastöðvarinnar á leiðinni. Þessi flugferð hefur væntanlega litið út eins og vel æft stuntatriði í bíómynd, en svo var þó alls ekki, heldur voru lukkudísirnar með í för. Þetta gerðist í síðustu viku en bíllinn var langt yfir leyfilegum hámarkshraða og lenti á vegriði og fór svona óvenjulega yfir landamærin. Ökumaðurinn gaf þá skýringu á óhappinu að hann hafi verið að endurstilla leiðsögukerfi bílsins, en það er greinilega ekki ráðlegt á mikilli ferð. Bæði ökumaðurinn og farþegar hans komust svo til ómeiddir úr óhappinu, þótt ótrúlegt megi virðast, en bílstjórinn meiddist þó aðeins á hendi. Bíllinn er þó ónýtur, eins og glögglega sést. Hér hófst flugferð Audi bílsins.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent