10 glötuðustu bílarnir Finnur Thorlacius skrifar 14. nóvember 2013 10:30 Mitsubishi Lancer Bílavefurinn Jalopnik hefur valið þá 10 bíla sem þeir telja allra verstu kaupin núna. Að þeirra sögn eiga þessir bílar það sameiginlegt að vera úreltir eða illa hannaðir og hörmulegir aksturbílar, en eru samt enn til sölu. Bílarnir eru að þeirra mati þessir, frá þeim glataðasta til þess tíunda glataðasta; Lexus ES, Mitsubishi Galant, Nissan Versa, Volkswagen Jetta, Subaru Legacy, Honda Crosstour, Kia Sedona, Chevrolet Malibu, Toyota Prius og Mitsubishi Lancer. Um Mitsubishi lancer segja Jalopnik menn að hann ætti í raun að heita Mitsubishi „Devolution“ (sem þversögn við hinn góða Mitsubishi Evolution), sem gæti útfærst „dreifstýrður“. UmToyota Prius segja þeir að það eina markverða við þann bíl sé hvernig markaðsfólk hafi náð að plata glámskyggnan almenning um að það væri að bjarga hvítabjörnum með því að kaupa hann. Um Kia Sedona er sagt að hann tilheyri í besta falli síðustu öld. með Honda Crosstour fylgir umsögnin „ljótasti og leiðinlegasti SUV bíll sem framleiddur hefur verið“. Um Subaru Legacy segir að þar fari svo gömul hönnun og lélegir aksturseiginleikar að leit sé að verra. Um þann Volkswagen Jetta sem framleiddur er fyrir Bandaríkjamenn í Bandaríkjunum segir að þar fari ekki evrópskur bíll, hann hafi enga sál og sé troðinn af lélegast plasti sem hægt sé að troða í bíl. Um Nissan Versa segir að þar fari leiðinlegasti smábíll sem fá má vestanhafs. Mitsubishi Galant fær þá einkunn að kaupendum hans sé vorkennt að fjárfesta í honum umfram Mazda6, sem kostar minna og er mörgum sinnum betri bíll. Um Lexus segir að hann sé plat Lexus, hann sé í raun dulbúinn Toyota Avalon, bara dýrari. Toyota Prius Chevrolet Malibu Kia Sedona Honda Crosstour Subaru Legacy Volkswagen Jetta Nissan Versa Mitsubishi Galant Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent
Bílavefurinn Jalopnik hefur valið þá 10 bíla sem þeir telja allra verstu kaupin núna. Að þeirra sögn eiga þessir bílar það sameiginlegt að vera úreltir eða illa hannaðir og hörmulegir aksturbílar, en eru samt enn til sölu. Bílarnir eru að þeirra mati þessir, frá þeim glataðasta til þess tíunda glataðasta; Lexus ES, Mitsubishi Galant, Nissan Versa, Volkswagen Jetta, Subaru Legacy, Honda Crosstour, Kia Sedona, Chevrolet Malibu, Toyota Prius og Mitsubishi Lancer. Um Mitsubishi lancer segja Jalopnik menn að hann ætti í raun að heita Mitsubishi „Devolution“ (sem þversögn við hinn góða Mitsubishi Evolution), sem gæti útfærst „dreifstýrður“. UmToyota Prius segja þeir að það eina markverða við þann bíl sé hvernig markaðsfólk hafi náð að plata glámskyggnan almenning um að það væri að bjarga hvítabjörnum með því að kaupa hann. Um Kia Sedona er sagt að hann tilheyri í besta falli síðustu öld. með Honda Crosstour fylgir umsögnin „ljótasti og leiðinlegasti SUV bíll sem framleiddur hefur verið“. Um Subaru Legacy segir að þar fari svo gömul hönnun og lélegir aksturseiginleikar að leit sé að verra. Um þann Volkswagen Jetta sem framleiddur er fyrir Bandaríkjamenn í Bandaríkjunum segir að þar fari ekki evrópskur bíll, hann hafi enga sál og sé troðinn af lélegast plasti sem hægt sé að troða í bíl. Um Nissan Versa segir að þar fari leiðinlegasti smábíll sem fá má vestanhafs. Mitsubishi Galant fær þá einkunn að kaupendum hans sé vorkennt að fjárfesta í honum umfram Mazda6, sem kostar minna og er mörgum sinnum betri bíll. Um Lexus segir að hann sé plat Lexus, hann sé í raun dulbúinn Toyota Avalon, bara dýrari. Toyota Prius Chevrolet Malibu Kia Sedona Honda Crosstour Subaru Legacy Volkswagen Jetta Nissan Versa Mitsubishi Galant
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent