Tónlist

Ný plata frá U2 væntanleg á næsta ári

Bono
Bono AFP/NordicPhotos
Billboard greinir frá því að Danger Mouse komi til með að stýra tökum á næstu breiðskífu frá hljómsveitinni sívinsælu, U2, en hún er væntanleg í apríl á næsta ári.

Danger Mouse er þekktur upptökustjóri um allan heim, en hann skipar einnig tvíeykið Gnarls Barkley, ásamt Cee-Lo Green og hefur meðal annars verið tilnefndur fimm sinnum til Emmy-verðlauna fyrir upptökustjórn.

Breiðskífan sem er væntanleg frá U2 verður fyrsta nýja plata hljómsveitarinnar síðan árið 2009, þegar þeir gáfu út plötuna No Line On The Horizon.

Hljómsveitin hefur þó ekki setið auðum höndum síðan en U2 eiga lag í kvikmyndinni byggðri á ævi Nelsons Mandela sem er nýkomin í kvikmyndahús vestanhafs. Myndin heitir Mandela: Long Walk to Freedom en lagið heitir Ordinary Love.

Hægt er að hlusta á um það bil mínútu úr laginu í stiklu úr kvikmyndinni, sem byrjar að spilast eftir eina mínútu og tuttugu og fimm sekúndur af myndbandinu sem fylgir fréttinni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.