Quiz up slær met: 8 daga að ná milljón notendum Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 16. nóvember 2013 14:50 Hið vinsæla íslenska smáforrit Quiz up hefur náð þeim stórgóða árangri að yfir milljón manns hafa sótt leikinn. Þessum áfanga var náð í gærkvöldi og það tók því aðeins 8 daga. Leikurinn er spurningaleikur en í honum keppast tveir einstaklingar hvaðanæva að úr heiminum við að svara sem flestum spurningum um ákveðið málefni rétt. Flokkarnir eru yfir 250 talsins og spurningarnar yfir hundrað þúsund. „Miðað við mörg startup, eða held ég bara öll sem ég veit um, þá held ég að þetta sé það hraðasta sem við vitum. Þessi stóru nöfn, eins og Snapchat og Instagram, það tók þessi félög yfirleitt einhverja mánuði að komast upp í milljón notendur,“ segir Þorsteinn B. Friðriksson, framkvæmdastjóri Plain Vanilla en það er fyrirtækið sem að hannaði leikinn. Nánar tiltekið tók það Instagram tvo og hálfan mánuð að ná milljón notendum, Facebook var í tíu mánuði að ná áfanganum og Twitter náði ekki upp í milljón mánuði fyrr en tveimur árum eftir að appið fór í loftið. „Þannig að þetta er nokkuð gott,“ segir Þorsteinn. Hann segir þó engan tíma hafa gefist til þess að fagna. „Við erum hérna dag og nótt að vinna við þetta.“ Fyrirtækið bjóst ekki við svo miklum áhuga en að þrátt fyrir það hafi tekist vel að halda öllum kerfum gangandi.Business week tók saman í fyrra nokkur smáforrit og hversu lengi það tók hvert og eitt að ná milljón notendum. Leikjavísir Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Hið vinsæla íslenska smáforrit Quiz up hefur náð þeim stórgóða árangri að yfir milljón manns hafa sótt leikinn. Þessum áfanga var náð í gærkvöldi og það tók því aðeins 8 daga. Leikurinn er spurningaleikur en í honum keppast tveir einstaklingar hvaðanæva að úr heiminum við að svara sem flestum spurningum um ákveðið málefni rétt. Flokkarnir eru yfir 250 talsins og spurningarnar yfir hundrað þúsund. „Miðað við mörg startup, eða held ég bara öll sem ég veit um, þá held ég að þetta sé það hraðasta sem við vitum. Þessi stóru nöfn, eins og Snapchat og Instagram, það tók þessi félög yfirleitt einhverja mánuði að komast upp í milljón notendur,“ segir Þorsteinn B. Friðriksson, framkvæmdastjóri Plain Vanilla en það er fyrirtækið sem að hannaði leikinn. Nánar tiltekið tók það Instagram tvo og hálfan mánuð að ná milljón notendum, Facebook var í tíu mánuði að ná áfanganum og Twitter náði ekki upp í milljón mánuði fyrr en tveimur árum eftir að appið fór í loftið. „Þannig að þetta er nokkuð gott,“ segir Þorsteinn. Hann segir þó engan tíma hafa gefist til þess að fagna. „Við erum hérna dag og nótt að vinna við þetta.“ Fyrirtækið bjóst ekki við svo miklum áhuga en að þrátt fyrir það hafi tekist vel að halda öllum kerfum gangandi.Business week tók saman í fyrra nokkur smáforrit og hversu lengi það tók hvert og eitt að ná milljón notendum.
Leikjavísir Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira