S-línan hlýtur Gullna stýrið Finnur Thorlacius skrifar 16. nóvember 2013 15:00 Mercedes Benz S-Class Nýja S-lína Mercedes Benz hlaut á dögunum vegtylluna Gullna stýrið sem besti nýi lúxusbíllinn. Það eru þýsku bílaritin Bild am Sonntag og AutoBild sem veita verðlaunin og þykja þau mjög eftirsótt.Mikillar spenna hefur gætt fyrir komu S-línunnar en nýi bíllinn þykir bæði fallegur auk þess sem hann er háþróaður og tæknivæddur. Hann er með myndavélar og ratsjárskynjara og hvort tveggja skannar veg og akreinar allt umhverfis bílinn í 360 gráður eins og augu og eyru. S-línan veit því þegar aðrir bílar nálgast á of miklum hraða á samsíða akreinum og varar ökumann við yfirvofandi hættu sem því getur fylgt. Með skynjurum og ratsjá veit S-Class þegar stefnir í aftanákeyrslu og getur með sjálfvirkum hætti beitt bremsubúnaði bílsins og virkjað jafnframt neyðarljósin til að aðvara aðra vegfarendur um yfirvofandi hættu.S-línan getur meira að segja beitt sjálfstýringu til að halda sér á réttri akrein ef ökumaður missir stjórnina við það að þreyta sígur á hann. Vélarnar sem eru í boði í bílnum eru 3 lítra V6 díeselvél með túrbínu sem skilar 255 hestöflum, 302 hestafla 3,5 lítra V6 tvinnvél og 4,7 lítra bensínvél sem skilar 449 hestöflum.Ofurútgáfan af S-línunni í AMG útfærslu verður frumsýnd í Los Angeles í næstu viku. Sú útgáfa verður með sex lítra V12 vél með tveimur forþjöppum og er 630 hestöfl og með 1000 Nm togi. Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent
Nýja S-lína Mercedes Benz hlaut á dögunum vegtylluna Gullna stýrið sem besti nýi lúxusbíllinn. Það eru þýsku bílaritin Bild am Sonntag og AutoBild sem veita verðlaunin og þykja þau mjög eftirsótt.Mikillar spenna hefur gætt fyrir komu S-línunnar en nýi bíllinn þykir bæði fallegur auk þess sem hann er háþróaður og tæknivæddur. Hann er með myndavélar og ratsjárskynjara og hvort tveggja skannar veg og akreinar allt umhverfis bílinn í 360 gráður eins og augu og eyru. S-línan veit því þegar aðrir bílar nálgast á of miklum hraða á samsíða akreinum og varar ökumann við yfirvofandi hættu sem því getur fylgt. Með skynjurum og ratsjá veit S-Class þegar stefnir í aftanákeyrslu og getur með sjálfvirkum hætti beitt bremsubúnaði bílsins og virkjað jafnframt neyðarljósin til að aðvara aðra vegfarendur um yfirvofandi hættu.S-línan getur meira að segja beitt sjálfstýringu til að halda sér á réttri akrein ef ökumaður missir stjórnina við það að þreyta sígur á hann. Vélarnar sem eru í boði í bílnum eru 3 lítra V6 díeselvél með túrbínu sem skilar 255 hestöflum, 302 hestafla 3,5 lítra V6 tvinnvél og 4,7 lítra bensínvél sem skilar 449 hestöflum.Ofurútgáfan af S-línunni í AMG útfærslu verður frumsýnd í Los Angeles í næstu viku. Sú útgáfa verður með sex lítra V12 vél með tveimur forþjöppum og er 630 hestöfl og með 1000 Nm togi.
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent