Seldu yfir milljón eintök af Playstation 4 á einum sólahring Stefán Árni Pálsson skrifar 18. nóvember 2013 10:39 nordicphotos/epa Sala á nýrri Playstation 4 leikjatölvu fór vel af stað í Bandaríkjunum um helgina en raftækjafyrirtækið Sony seldi yfir milljón tölvur fyrsta sólahringinn. Salan hófst föstudaginn 15. nóvember. Um er að ræða nýtt met í sölu á leikjatölvum en Sony átti fyrra metið þegar fyrirtækið gaf út Playstation 3 árið 2006. Microsoft, aðal samkeppnisaðili Sony, mun hefja sölu á nýrri leikjatölvu síðar í þessari viku þegar Xbox One fer í almenna sölu. Playstation 4 mun kosta 100 dollurum minna en XBox One. „Salan fór betur af stað en við höfðum búist við,“ sagði Koki Shiraishi, sölustjóri Sony í samtali við erlenda fjölmiðla. „Við erum samt sem áður mest að horfa til sölunnar fyrsta mánuðinn og hvernig okkur tekst til á þeim tíma.“ Sony mun hafa nægilega margar leikjatölvur á lager til að geta unað eftirspurn framyfir jól en talið er að fyrirtækið geti selt um fimm milljónir slíkar fyrir mars á næsta ári. Sony seldi 197.000 Playstation 3 leikjatölvur á fyrsta mánuðinum árið 2006 og því gefur að skilja að eftirspurnin eftir slíkum tölvum hefur aukist gríðarlega á síðustu árum. Leikjavísir Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Hittast á laun Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira
Sala á nýrri Playstation 4 leikjatölvu fór vel af stað í Bandaríkjunum um helgina en raftækjafyrirtækið Sony seldi yfir milljón tölvur fyrsta sólahringinn. Salan hófst föstudaginn 15. nóvember. Um er að ræða nýtt met í sölu á leikjatölvum en Sony átti fyrra metið þegar fyrirtækið gaf út Playstation 3 árið 2006. Microsoft, aðal samkeppnisaðili Sony, mun hefja sölu á nýrri leikjatölvu síðar í þessari viku þegar Xbox One fer í almenna sölu. Playstation 4 mun kosta 100 dollurum minna en XBox One. „Salan fór betur af stað en við höfðum búist við,“ sagði Koki Shiraishi, sölustjóri Sony í samtali við erlenda fjölmiðla. „Við erum samt sem áður mest að horfa til sölunnar fyrsta mánuðinn og hvernig okkur tekst til á þeim tíma.“ Sony mun hafa nægilega margar leikjatölvur á lager til að geta unað eftirspurn framyfir jól en talið er að fyrirtækið geti selt um fimm milljónir slíkar fyrir mars á næsta ári. Sony seldi 197.000 Playstation 3 leikjatölvur á fyrsta mánuðinum árið 2006 og því gefur að skilja að eftirspurnin eftir slíkum tölvum hefur aukist gríðarlega á síðustu árum.
Leikjavísir Mest lesið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Hittast á laun Lífið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira