Heimsfrumsýning Nissan Qashqai Finnur Thorlacius skrifar 19. nóvember 2013 08:45 Frá kynningu nýs Nissan Qashqai í London. Fyrir nokkrum dögum kynnti Nissan nýja kynslóð síns besta sölubíls, jepplingsins Qashqai. Hann kemur nú af annarri kynslóð, en fyrsta kynslóð bílsins hefur fengið frábærar móttökur og hefur selst í meira en 2 milljónum eintaka á aðeins 6 árum sem gerir hann að einum söluhæsta bíl í heimi í sínum flokki. Staðarval Nissan til kynningar á bílnum í London kom ekki á óvart í ljósi þess að framleiðsla hans fyrir Evrópumarkað er í Sunderland í Bretlandi. Sú verksmíðja er ein tæknilega fullkomnasta bílaverksmiðja í Evrópu og þar eru framleiddir fleiri bílar en nokkurstaðar annarsstaðar í heiminum á hvern starfsmann. Nissan á mikið undir með þessari annarri kynslóð Qashqai því honum er ætlað að fylgja eftir þeirra góðu sölu sem fyrsta kynslóð hans naut. Því var miklu tjaldað til og á þriðja hundrað blaðamönnum var boðið að berja hann augum og var bílablaðamaður Fréttablaðsins og visir.is á meðal þeirra.Kynntur í kvikmyndaveri við ThamesKynning bílsins fór fram í kvikmyndaveri einu sem stendur við Thames ána og dugði ekkert minna en tvö af fimmtán upptökuverum staðarins til. Um kynninguna sá forstjóri samsteypunnar Renault-Nissan, Carlos Ghosn. Hann er einn af virtustu forstjórum bílaframleiðenda í heiminum og mikið goð í augum starfsmanna Renault-Nissan. Nýr Nissan Qashqai er hinn falllegasti bíll og slær við forveranum, sem er ekki svo auðvelt. Bíllinn er hlaðinn af tækninýjungum og Nissan ætlar greinilega með honum að taka stærri skref í þróun bílsins en samkeppnisaðilarnir bjóða nú. Því er þarna kominn bíll sem er sem viðmið fyrir aðra framleiðendur að elta. Nýr Nissan Quasqai kemur í sölu í janúar á næsta ári svo spenntir kaupendur þurfa aðeins að bíða í 2 mánuði eftir honum.Lengri og breiðariNýr Qashqai ber með skýrum hætti ýmis útlitseinkenni fyrri bílsins, en skerpt hefur verið á flestum línum hans og þar fer enn fríðari bíll fyrir vikið. Bíllinn hefur stækkað aðeins og er nú 5 cm lengri, 2 cm breiðari en 1,5 cm lægri. Höfuðrými hefur aukist og er hann allur rýmri að innan. Þrátt fyrir þessa stækkun hefur bíllinn lést um 40 kíló. Fá má bílinn bæði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi. Qashqai fær glænýjar 1,2 til 1,6 lítra bensínvélar og 1,5 og 1,6 lítra dísilvélar og fer eyðsla bílsins talsvert niður með öllum þessum vélum frá fyrri kynslóð. Með minni dísilvélinni er eyðsla bílsins ekki nema 3,8 lítrar á hverja hundrað kílómetra í blönduðum akstri og er leit að lægri eyðslu meðal jepplinga. Allar nýju vélarnar eru með forþjöppu, en sú aflmesta þeirra er stærri bensínvélin, 150 hestöfl.Troðinn af tækninýjungumMyndavélabúnaður er á öllum hliðum bílsins sem tengist öryggiskerfi bílsins og grípur það inní ef yfirvofandi hætta steðjar að. Önnur aðstoðakerfi bílsins aðstoða við blinda punktinn, greina komandi umferðaljós og umferðarmerki, forða aftanákeyrslum, greina hluti á hreyfingu fyrir framan bílinn og fylgjast með athygli bílstjórans. Bíllinn getur að auki lagt sjálfur í stæði. Nissan hefur því fetað mjög langt í öryggis- og aðstoðarkerfum bílsins og er hann því einn sá öruggasti bíll sem kaupa má. Bíllinn er gullfallegur að innan og þeir bílar sem voru á kynningunni voru með leðursætum og var hann því eins og hver önnur lúxuskerra. Skottrými bílsins hefur vaxið um 20 lítra og er nú 430 lítrar, sem duga ætti flestum. Fyrri kynslóð Qashqai var bæði í boði fyrir 5 og 7 farþega en þessi næyja kynslóð verður aðeins í boði 5 sæta og mun ný kynslóð X-Trail bílsins látið eftir að bjóða sjötta og sjöunda sætið. Ekki er langt að bíða nýrrar kynslóðar X-Trail bílsins. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Erlent Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Innlent
Fyrir nokkrum dögum kynnti Nissan nýja kynslóð síns besta sölubíls, jepplingsins Qashqai. Hann kemur nú af annarri kynslóð, en fyrsta kynslóð bílsins hefur fengið frábærar móttökur og hefur selst í meira en 2 milljónum eintaka á aðeins 6 árum sem gerir hann að einum söluhæsta bíl í heimi í sínum flokki. Staðarval Nissan til kynningar á bílnum í London kom ekki á óvart í ljósi þess að framleiðsla hans fyrir Evrópumarkað er í Sunderland í Bretlandi. Sú verksmíðja er ein tæknilega fullkomnasta bílaverksmiðja í Evrópu og þar eru framleiddir fleiri bílar en nokkurstaðar annarsstaðar í heiminum á hvern starfsmann. Nissan á mikið undir með þessari annarri kynslóð Qashqai því honum er ætlað að fylgja eftir þeirra góðu sölu sem fyrsta kynslóð hans naut. Því var miklu tjaldað til og á þriðja hundrað blaðamönnum var boðið að berja hann augum og var bílablaðamaður Fréttablaðsins og visir.is á meðal þeirra.Kynntur í kvikmyndaveri við ThamesKynning bílsins fór fram í kvikmyndaveri einu sem stendur við Thames ána og dugði ekkert minna en tvö af fimmtán upptökuverum staðarins til. Um kynninguna sá forstjóri samsteypunnar Renault-Nissan, Carlos Ghosn. Hann er einn af virtustu forstjórum bílaframleiðenda í heiminum og mikið goð í augum starfsmanna Renault-Nissan. Nýr Nissan Qashqai er hinn falllegasti bíll og slær við forveranum, sem er ekki svo auðvelt. Bíllinn er hlaðinn af tækninýjungum og Nissan ætlar greinilega með honum að taka stærri skref í þróun bílsins en samkeppnisaðilarnir bjóða nú. Því er þarna kominn bíll sem er sem viðmið fyrir aðra framleiðendur að elta. Nýr Nissan Quasqai kemur í sölu í janúar á næsta ári svo spenntir kaupendur þurfa aðeins að bíða í 2 mánuði eftir honum.Lengri og breiðariNýr Qashqai ber með skýrum hætti ýmis útlitseinkenni fyrri bílsins, en skerpt hefur verið á flestum línum hans og þar fer enn fríðari bíll fyrir vikið. Bíllinn hefur stækkað aðeins og er nú 5 cm lengri, 2 cm breiðari en 1,5 cm lægri. Höfuðrými hefur aukist og er hann allur rýmri að innan. Þrátt fyrir þessa stækkun hefur bíllinn lést um 40 kíló. Fá má bílinn bæði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi. Qashqai fær glænýjar 1,2 til 1,6 lítra bensínvélar og 1,5 og 1,6 lítra dísilvélar og fer eyðsla bílsins talsvert niður með öllum þessum vélum frá fyrri kynslóð. Með minni dísilvélinni er eyðsla bílsins ekki nema 3,8 lítrar á hverja hundrað kílómetra í blönduðum akstri og er leit að lægri eyðslu meðal jepplinga. Allar nýju vélarnar eru með forþjöppu, en sú aflmesta þeirra er stærri bensínvélin, 150 hestöfl.Troðinn af tækninýjungumMyndavélabúnaður er á öllum hliðum bílsins sem tengist öryggiskerfi bílsins og grípur það inní ef yfirvofandi hætta steðjar að. Önnur aðstoðakerfi bílsins aðstoða við blinda punktinn, greina komandi umferðaljós og umferðarmerki, forða aftanákeyrslum, greina hluti á hreyfingu fyrir framan bílinn og fylgjast með athygli bílstjórans. Bíllinn getur að auki lagt sjálfur í stæði. Nissan hefur því fetað mjög langt í öryggis- og aðstoðarkerfum bílsins og er hann því einn sá öruggasti bíll sem kaupa má. Bíllinn er gullfallegur að innan og þeir bílar sem voru á kynningunni voru með leðursætum og var hann því eins og hver önnur lúxuskerra. Skottrými bílsins hefur vaxið um 20 lítra og er nú 430 lítrar, sem duga ætti flestum. Fyrri kynslóð Qashqai var bæði í boði fyrir 5 og 7 farþega en þessi næyja kynslóð verður aðeins í boði 5 sæta og mun ný kynslóð X-Trail bílsins látið eftir að bjóða sjötta og sjöunda sætið. Ekki er langt að bíða nýrrar kynslóðar X-Trail bílsins.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Erlent Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Innlent