Miðasalan á Eistnaflug er hafin. Ómar Úlfur skrifar 1. nóvember 2013 11:18 Það er góð og heilbrigð stemning á Eistnaflugi. Tónlistarhátíðin Eistnaflug fagnar 10 ára afmæli sínu næsta sumar. Afmælishátíðin verður haldin dagana 10.-12. júlí næstkomandi í Egilsbúð á Neskaupstað. Miðvikudaginn 9. júlí verður upphitun fyrir sjálfa hátíðina í Egilsbúð. Þar koma fram Skálmöld, Brain Police og The Vintage Caravan á tónleikum fyrir alla aldurshópa. Markmið Eistnaflugs er að bjóða ferska og fjölbreytta dagskrá rokktónlistar sem spannar allt frá indírokki yfir í þungan metal. Áhersla er lögð á að kynna það besta í íslensku rokki hverju sinni í bland við áhugaverðar erlendar sveitir. Þær íslenskar hljómsveitir sem staðfest hafa komu sína á hátíðina næsta sumar eru: HAM, Sólstafir, Skálmöld, Brain Police, The Vintage Caravan, Severed Crotch, Momentum, Jónas Sig og ritvélar framtíðarinnar, Dimma, Strigaskór nr.42, Kontinuum, Gone Postal, Malignant Mist, Ophidian I, Saktmóðigur og Skelkur í bringu.Fremst í flokki erlendra hljómsveita er goðsagnakennda dauðarokkssveitin At the Gates frá Svíðþjóð, þá mun Doom/Sludge-sveitin Zatokrev frá Sviss og Thrashmálmssveitin Havok frá Bandaríkjunum einnig mæta á Eistnaflug 2014. Hliðardagskráin Mayhemisphere verður á sínum stað með andlitsmálun, tónleika, gjörninga og listasýningar. Eistnaflug leggur gríðarlega mikla áherslu á það að allir hegði sér vel og þess vegna er bannað að vera fáviti á Eistnaflugi og ekkert helvítis rugl!Miðasalan er hafin á midi.is. Hér fyrir ofan má hlusta á viðtal úr miðdegisþættinum Ómar á X-977 við þau Stefán Magnússon og Guðnýju Láru Thorarensen sem skipuleggja Eistnaflug Harmageddon Mest lesið Söfnuðu sér fyrir hjólakerru með ýmsum brögðum Harmageddon Langar þig í nýju Pallaplötuna? Harmageddon Viltu vinna nýju Hjálmaplötuna? Harmageddon Dreymir þig Svik, Harm og dauða? Harmageddon Páll Óskar: Fimm bestu HAM-lögin Harmageddon Sannleikurinn: Alltof sterkar perur niðri í héraðsdómi Harmageddon Segir ekki hugsað um hagsmuni íslensku þjóðarinnar Harmageddon Forréttindi að búa til tónlist Harmageddon Semja ný lög í sumarbústað Harmageddon Fimm bestu Abba-lögin Harmageddon
Tónlistarhátíðin Eistnaflug fagnar 10 ára afmæli sínu næsta sumar. Afmælishátíðin verður haldin dagana 10.-12. júlí næstkomandi í Egilsbúð á Neskaupstað. Miðvikudaginn 9. júlí verður upphitun fyrir sjálfa hátíðina í Egilsbúð. Þar koma fram Skálmöld, Brain Police og The Vintage Caravan á tónleikum fyrir alla aldurshópa. Markmið Eistnaflugs er að bjóða ferska og fjölbreytta dagskrá rokktónlistar sem spannar allt frá indírokki yfir í þungan metal. Áhersla er lögð á að kynna það besta í íslensku rokki hverju sinni í bland við áhugaverðar erlendar sveitir. Þær íslenskar hljómsveitir sem staðfest hafa komu sína á hátíðina næsta sumar eru: HAM, Sólstafir, Skálmöld, Brain Police, The Vintage Caravan, Severed Crotch, Momentum, Jónas Sig og ritvélar framtíðarinnar, Dimma, Strigaskór nr.42, Kontinuum, Gone Postal, Malignant Mist, Ophidian I, Saktmóðigur og Skelkur í bringu.Fremst í flokki erlendra hljómsveita er goðsagnakennda dauðarokkssveitin At the Gates frá Svíðþjóð, þá mun Doom/Sludge-sveitin Zatokrev frá Sviss og Thrashmálmssveitin Havok frá Bandaríkjunum einnig mæta á Eistnaflug 2014. Hliðardagskráin Mayhemisphere verður á sínum stað með andlitsmálun, tónleika, gjörninga og listasýningar. Eistnaflug leggur gríðarlega mikla áherslu á það að allir hegði sér vel og þess vegna er bannað að vera fáviti á Eistnaflugi og ekkert helvítis rugl!Miðasalan er hafin á midi.is. Hér fyrir ofan má hlusta á viðtal úr miðdegisþættinum Ómar á X-977 við þau Stefán Magnússon og Guðnýju Láru Thorarensen sem skipuleggja Eistnaflug
Harmageddon Mest lesið Söfnuðu sér fyrir hjólakerru með ýmsum brögðum Harmageddon Langar þig í nýju Pallaplötuna? Harmageddon Viltu vinna nýju Hjálmaplötuna? Harmageddon Dreymir þig Svik, Harm og dauða? Harmageddon Páll Óskar: Fimm bestu HAM-lögin Harmageddon Sannleikurinn: Alltof sterkar perur niðri í héraðsdómi Harmageddon Segir ekki hugsað um hagsmuni íslensku þjóðarinnar Harmageddon Forréttindi að búa til tónlist Harmageddon Semja ný lög í sumarbústað Harmageddon Fimm bestu Abba-lögin Harmageddon