Embættismaður stal senunni með trylltum dansi á Airwaves Jón Júlíus Karlsson skrifar 4. nóvember 2013 09:55 Frábær stemmning var á tónleikum FM Belfast á laugardagskvöld í Hörpu á Iceland Airwaves. Íslenska sveitin náði upp magnaðri stemmningu í Silfurbergi og var fjölmennt í salnum. Segja má þó að einn meðlimur sveitarinnar, Egill Eyjólfsson, hafi algjörlega stolið senunni á tónleikunum. FM Belfast er mikil stuðsveit og myndar jafnan mikla stemmningu á tónleikum sínum. Egill segist sjálfur gegn þýðingamiklu hlutverki í sveitinni. Hann syngur bakraddir og rappar auk þess að hann dansar af lífi og sál. Egill stal algjörlega senunni með dansi sínum á tónleikunum á laugardagskvöld og dansaði sig inn í hug og hjörtu tónleikagesta. „Það var mikil stemmning á laugardag. Það er mismunandi upplifun af hverjum tónleikum fyrir sig en þessir tónleikar voru mjög skemmtilegir,“ segir Egill.Mætti frá Brussel á tónleikanna Egill nær ekki öllum tónleikum FM Belfast vegna vinnu sinnar. Hann er búsettur í Brussel og starfar hjá EFTA, fríverslunarsamtökum Evrópu. Það kemur kannski mörgum á óvart að þessi hressi liðsmaður FM Belfast starfi sem embættismaður hjá alþjóðlegum fríverslunarsamtökum. Egill segir þó að starfið passi vel með spilamennsku í FM Belfast. „Það er frábært að geta stigið upp frá skrifborðinu og upp á svið. Ég fæ mikla jákvæða orku úr starfi mínu sem ég get nýtt það með FM Belfast,“ segir Egill. Danshæfileikar hans vöktu mikla gleði á tónleikunum. Hann er þó ekkert lærður í dansi. Egill mætti sérstaklega frá Brussel til Íslands til að taka þátt í tónleikum FM Belfast á Iceland Airwaves. Þegar Vísir náði tali af kappanum þá var hann mættur aftur til Brussel. „Ég næ meirihlutanum af tónleikunum þó ég sé búsettur í Brussel. Það er stutt að fara ef sveitin er að spila í Evrópu,“ segir Egill. Mikið er framundan hjá sveitinni en FM Belfast mun gefa frá sér nýja plötu innan skamms. „Það er ný plata væntanleg og svo eru tónleikar framundan í Tokyo í Japan. Ég ætla að fara með til Japan og við erum öll mjög spennt fyrir því að spila í Japan,“ segir Egill að lokum. Í myndbandinu hér að ofan má sjá nokkur dansspor frá kappanum á tónleikunum á laugardag. Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Frábær stemmning var á tónleikum FM Belfast á laugardagskvöld í Hörpu á Iceland Airwaves. Íslenska sveitin náði upp magnaðri stemmningu í Silfurbergi og var fjölmennt í salnum. Segja má þó að einn meðlimur sveitarinnar, Egill Eyjólfsson, hafi algjörlega stolið senunni á tónleikunum. FM Belfast er mikil stuðsveit og myndar jafnan mikla stemmningu á tónleikum sínum. Egill segist sjálfur gegn þýðingamiklu hlutverki í sveitinni. Hann syngur bakraddir og rappar auk þess að hann dansar af lífi og sál. Egill stal algjörlega senunni með dansi sínum á tónleikunum á laugardagskvöld og dansaði sig inn í hug og hjörtu tónleikagesta. „Það var mikil stemmning á laugardag. Það er mismunandi upplifun af hverjum tónleikum fyrir sig en þessir tónleikar voru mjög skemmtilegir,“ segir Egill.Mætti frá Brussel á tónleikanna Egill nær ekki öllum tónleikum FM Belfast vegna vinnu sinnar. Hann er búsettur í Brussel og starfar hjá EFTA, fríverslunarsamtökum Evrópu. Það kemur kannski mörgum á óvart að þessi hressi liðsmaður FM Belfast starfi sem embættismaður hjá alþjóðlegum fríverslunarsamtökum. Egill segir þó að starfið passi vel með spilamennsku í FM Belfast. „Það er frábært að geta stigið upp frá skrifborðinu og upp á svið. Ég fæ mikla jákvæða orku úr starfi mínu sem ég get nýtt það með FM Belfast,“ segir Egill. Danshæfileikar hans vöktu mikla gleði á tónleikunum. Hann er þó ekkert lærður í dansi. Egill mætti sérstaklega frá Brussel til Íslands til að taka þátt í tónleikum FM Belfast á Iceland Airwaves. Þegar Vísir náði tali af kappanum þá var hann mættur aftur til Brussel. „Ég næ meirihlutanum af tónleikunum þó ég sé búsettur í Brussel. Það er stutt að fara ef sveitin er að spila í Evrópu,“ segir Egill. Mikið er framundan hjá sveitinni en FM Belfast mun gefa frá sér nýja plötu innan skamms. „Það er ný plata væntanleg og svo eru tónleikar framundan í Tokyo í Japan. Ég ætla að fara með til Japan og við erum öll mjög spennt fyrir því að spila í Japan,“ segir Egill að lokum. Í myndbandinu hér að ofan má sjá nokkur dansspor frá kappanum á tónleikunum á laugardag.
Mest lesið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira