Ríkissjóður BNA tapar 1.170 milljörðum á yfirtöku GM Finnur Thorlacius skrifar 6. nóvember 2013 08:45 Höfuðstöðvar General Motors. Það var svosem ljóst að bandaríska ríkið myndi tapa á yfirtöku General Motors er það tók yfir fyrirtækið í kröggum sínum árið 2009. Það mun samt fá ríflega 80% stuðnings síns til baka, eða 39,8 milljarða dala af 49,5 milljarða dala innspýtingu sinni í fyrirtækið. Nú á bandaríska ríkið enn um 7% í GM en áformar að losa sig við þau hlutabréf ekki seinna en í mars á næsta ári. Ríkissjóður Bandaríkjanna hjálpaði einnig Chrysler, sem var í sömu stöðu og GM og hefði farið á hausinn án stuðningsins. Á því tapaði ríkið hinsvegar mun minna, eða 1,3 milljörðum dala, eða 157 milljörðum króna. Það var svo Fiat sem keypti hluti ríkisins í Chrysler og er nú að reyna að eignast fyrirtækið að fullu. Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent
Það var svosem ljóst að bandaríska ríkið myndi tapa á yfirtöku General Motors er það tók yfir fyrirtækið í kröggum sínum árið 2009. Það mun samt fá ríflega 80% stuðnings síns til baka, eða 39,8 milljarða dala af 49,5 milljarða dala innspýtingu sinni í fyrirtækið. Nú á bandaríska ríkið enn um 7% í GM en áformar að losa sig við þau hlutabréf ekki seinna en í mars á næsta ári. Ríkissjóður Bandaríkjanna hjálpaði einnig Chrysler, sem var í sömu stöðu og GM og hefði farið á hausinn án stuðningsins. Á því tapaði ríkið hinsvegar mun minna, eða 1,3 milljörðum dala, eða 157 milljörðum króna. Það var svo Fiat sem keypti hluti ríkisins í Chrysler og er nú að reyna að eignast fyrirtækið að fullu.
Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent