Stefnir í methagnað Toyota Finnur Thorlacius skrifar 8. nóvember 2013 10:30 Samsetningarverksmiðja Toyota. Toyota hefur hækkað hagnaðarspá sína fyrir uppgjörsárið sem endar í mars næstkomandi. Upphaflegar áætlanir voru um 1.820 milljarða króna hagnað, en nú stefnir í 2.050 milljarða hagnað. Því gæti þetta ár slegið hagnaðarmetið sem er frá árinu 2008. Það sem helst skýrir ágætan hagnað Toyota er afar gott gengi í Bandaríkjunum, en útlit er fyrir að Toyota selji alls 2,63 milljónir bíla þar í ár. Svo vel gekk Toyota á þriðja ársfjórðungi í Bandaríkjunum að það sló við heimamerkinu Ford í sölu í fyrsta skipti síðastliðna 15 ársfjórðunga. Toyota skilaði frábæru uppgjöri á þriðja ársfjórðungi þessa árs og reis hagnaður þess um 70% milli ára. Toyota gekk líka mjög vel í Evrópu á ársfjórðungnum og hagnaður þar tvöfaldaðist milli ára. Septembermánuður þar var sérlega góður og bendir það til þess að niðursveiflan í bílasölu í álfunni sé á enda og fari að vaxa á ný. Sala Toyota í Kína jókst verulega í ársfjórðungnum og hefur ekki vaxið meira í fimm ársfjórðunga í röð. Svo virðist sem andstaða Kínverja við Toyota vegna milliríkjadeilu Japans og Kína í fyrra sé í rénun en sala Toyota bíla var dræm í Kína í fyrra sökum þess. Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent
Toyota hefur hækkað hagnaðarspá sína fyrir uppgjörsárið sem endar í mars næstkomandi. Upphaflegar áætlanir voru um 1.820 milljarða króna hagnað, en nú stefnir í 2.050 milljarða hagnað. Því gæti þetta ár slegið hagnaðarmetið sem er frá árinu 2008. Það sem helst skýrir ágætan hagnað Toyota er afar gott gengi í Bandaríkjunum, en útlit er fyrir að Toyota selji alls 2,63 milljónir bíla þar í ár. Svo vel gekk Toyota á þriðja ársfjórðungi í Bandaríkjunum að það sló við heimamerkinu Ford í sölu í fyrsta skipti síðastliðna 15 ársfjórðunga. Toyota skilaði frábæru uppgjöri á þriðja ársfjórðungi þessa árs og reis hagnaður þess um 70% milli ára. Toyota gekk líka mjög vel í Evrópu á ársfjórðungnum og hagnaður þar tvöfaldaðist milli ára. Septembermánuður þar var sérlega góður og bendir það til þess að niðursveiflan í bílasölu í álfunni sé á enda og fari að vaxa á ný. Sala Toyota í Kína jókst verulega í ársfjórðungnum og hefur ekki vaxið meira í fimm ársfjórðunga í röð. Svo virðist sem andstaða Kínverja við Toyota vegna milliríkjadeilu Japans og Kína í fyrra sé í rénun en sala Toyota bíla var dræm í Kína í fyrra sökum þess.
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent