Tónlist

Blake hlaut Mercury-verðlaunin

Freyr Bjarnason skrifar
James Blake hlaut Mercury-verðlaunin.
James Blake hlaut Mercury-verðlaunin. nordicphotos/getty
James Blake hlaut í gærkvöldi hin virtu Mercuy-verðlaun í Bretlandi fyrir aðra plötu sína, Overgrown.

Hann hafði betur í samkeppni við flytjendur á borð við Arctic Monkeys, David Bowie, Disclosure, Villagers, Rudimental og Laura Mvula, sem veðbankar töldu líklegasta til að hreppa verðlaunin.

"Ég vil þakka foreldrum mínum fyrir að sýna mér hversu mikilvægt er að vera sjálfstæður," sagði Blake í þakkarræðu sinni en verðlaunin voru afhent í London.

Blake spilaði á Sónar-hátíðinni í Reykjavík í febrúar síðastliðnum við góðar undirtektir.

Á meðal annarra sem hafa unnið Mercury-verðlaunin eru Primal Scream, PJ Harvey, Badly Drawn Boy, Elbow, Alt-J og Ms Dynamite.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.