Sport

Sportspjallið: Formenn KSÍ og FRÍ vilja nýja þjóðarleikvanga

Framtíð Laugardalsvallar er til umræðu í nýjasta þætti Sportspjallsins. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, og Jónas Egilsson, formaður FRÍ, sitja fyrir svörum.

Formenn sambandanna eru sammála um að sambúð knattspyrnu og frjálsíþrótta gangi ekki lengur upp á Laugardalsvelli. Frjálsíþróttasambandið vill fá sinn eigin þjóðarleikvang austan við Laugardalshöll. Knattspyrnusambandið vill að sama skapi breyta Laugardalsvelli og gera hann að alvöru knattspyrnuleikvangi.

Reykjavíkurborg hefur lofað að setja 180 milljónir króna í endurbætur á frjálsíþróttaaðstöðu fyrir Smáþjóðaleikana árið 2015. Formennirnir vilja ekki setja þann pening í Laugardalsvöllinn því það þýði óbreytt ástand næstu áratugina.

Formennirnir munu funda með borgarstjóra vegna þessara mála á næstunni.

Umræðuna alla má sjá í spilaranum hér að ofan.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×