Stofnun OPEC fyrir 40 árum breytti bíliðnaðinum Finnur Thorlacius skrifar 22. október 2013 09:33 Olían streymir enn upp, en kostar mun meira. Allt frá stríðslokum seinni heimsstyrjaldarinnar og til 1973 var bíliðnaðurinn eins og draumur, sérstaklega í Bandaríkjunum. Svo skall á Yom Kippur stríðið fyrir botni miðjarðarhafs sem leiddi til stofnunar OPEC, þar sem stóru olíframleiðsluríkin þar bundust samkomulagi og verð á olíu margfaldaðist. Þetta átti eftir að breyta bíliðnaðinum mikið og segja má að enn séu allar stærstu ákvarðanir bílafyrirtækjanna eftirköst þessa. Frá sjónarhóli umhverfisverndar er ef til vill eins gott að þetta gerðist. Bensínlítrinn kostaði 8 krónur Fyrir stofnun OPEC kostaði bensín um 25 sent í Bandaríkjunum, eða um 8 krónur. Það væri svo sem frábært að svo væri enn, en þá hefði ekki myndast sá þrýstingur á bílafyrirtækin að framleiða sparneytnari bíla og náttúran hefði fengið reikninginn. Í Bandaríkjunum framleiddu GM, Ford og Chrysler algera eyðsluháka og enginn hafði áhyggjur af því að þeir eyddu eins og margir bílar í dag. Þessi risafyrirtæki áttu svo til alveg markaðinn heimafyrir og þeir höfðu litlar áhyggjur af framleiðendum frá Japan og Þýskalandi, en það átti aldeilis eftir að breytast. Svo lengi þráttuðust þessi þrjú fyrirtæki við að sífellt óx bílaframleiðendum annarsstaðar frá fiskur um hrygg. Þrýstingurinn frá bandarískum yfirvöldum að framleiða sparneytnari bíla í fyrstu var lítill eða enginn. En svo vöknuðu þau af værum blundi.Innflutningur hefst af krafti Evrópskir og japanskir bílaframleiðendur höfðu ekki farið sömu leið og þeir bandarísku, heldur framleiddu sparneytnari og minni bíla með vélar sem samt voru nægilega aflmiklar. Japanir áttuðu sig fljótt á þessu og hófu stórvaxinn innflutning á bílum þangað. Fyrir verðhækkun bensíns áttu þessir bílar engan séns, en allt í einu fór bensínreikningurinn að fara fyrir hjartað á bandarískum bíleigendum og þeir keyptu þá japönsku í sífellt meira mæli. Svar bandarísku framleiðendann var að minnka vélarnar í sínum jafnstóru bílum og það líkaði kaupendum ekki. Auk þess áttuðu kaupendur sig á gæðum japanskra bíla og lágri bilanatíðni þeirra.Önnur olíukrísa og stórhækkun verðs Innan nokkurra ára frá stofnun OPEC jafnaði olíuverð sig og varð stöðugt og ekki svo ýkja hátt. Enn huggðu bandaríkir framleiðendur ekki að sér og hófu ekki þróun smærri og eyðslugrennri bíla. Þeir héldu hreinlega að gömlu góðu ntímarnir væru komnir aftur. Það var ekki langvinnt. Næsta olíukrísa skall á árið 1979 með gíslatökumálinu í Íran og verð á olíu steig að óþekktum hæðum. Viðbrögð ríkisstjórnar Bandaríkjanna voru þau að yfirtaka dreifingu eldsneytis og reyndist sú ákvörðun afar slæm. Varð það til þess að eldsneyti var skammtað og bensín fékkst á tímabili aðeins afgreitt á dögum sem höfðu jafna tölu í vikunni og oft mynduðust miklar biðraðir til að fá afgreitt bensín.Skelfilegir bílar urðu til Yfirvöld hófu á þessum tíma að þrýsta á framleiðendur að smíða litla bíla og hörmulegir bílar eins og Pinto, Vega og Duster fæddust. GM tókst þó fljótlega að minnka eyðslu bíla sinna um þriðjung. Krafa var gerð árið 1975 að innan nokkurra ára kæmust bílar 27.5 mílur á hverju galloni, sem samsvarar um 9 lítra eyðslu. Nýjasta krafa yfirvalda í Bandaríkjunum er 4,4 lítra meðaleyðsla bíla fyrir árið 2025. Framleiðendur þarlendis hafa hingað til átt í stökustu vandræðum með að uppfylla fyrri skilyrði og margir hafa bent á að yfirvöld þar áttu að taka í taumana miklu fyrr og verða fyrir vikið samkeppnishæfir við framleiðendur frá öðrum löndum. Enn eru þessi vandræði til staðar og það ætlar að reynast þeim dýrt því að hlutfall seldra bíla frá öðrum löndum heldur bara áfram að aukast vestanhafs. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent
Allt frá stríðslokum seinni heimsstyrjaldarinnar og til 1973 var bíliðnaðurinn eins og draumur, sérstaklega í Bandaríkjunum. Svo skall á Yom Kippur stríðið fyrir botni miðjarðarhafs sem leiddi til stofnunar OPEC, þar sem stóru olíframleiðsluríkin þar bundust samkomulagi og verð á olíu margfaldaðist. Þetta átti eftir að breyta bíliðnaðinum mikið og segja má að enn séu allar stærstu ákvarðanir bílafyrirtækjanna eftirköst þessa. Frá sjónarhóli umhverfisverndar er ef til vill eins gott að þetta gerðist. Bensínlítrinn kostaði 8 krónur Fyrir stofnun OPEC kostaði bensín um 25 sent í Bandaríkjunum, eða um 8 krónur. Það væri svo sem frábært að svo væri enn, en þá hefði ekki myndast sá þrýstingur á bílafyrirtækin að framleiða sparneytnari bíla og náttúran hefði fengið reikninginn. Í Bandaríkjunum framleiddu GM, Ford og Chrysler algera eyðsluháka og enginn hafði áhyggjur af því að þeir eyddu eins og margir bílar í dag. Þessi risafyrirtæki áttu svo til alveg markaðinn heimafyrir og þeir höfðu litlar áhyggjur af framleiðendum frá Japan og Þýskalandi, en það átti aldeilis eftir að breytast. Svo lengi þráttuðust þessi þrjú fyrirtæki við að sífellt óx bílaframleiðendum annarsstaðar frá fiskur um hrygg. Þrýstingurinn frá bandarískum yfirvöldum að framleiða sparneytnari bíla í fyrstu var lítill eða enginn. En svo vöknuðu þau af værum blundi.Innflutningur hefst af krafti Evrópskir og japanskir bílaframleiðendur höfðu ekki farið sömu leið og þeir bandarísku, heldur framleiddu sparneytnari og minni bíla með vélar sem samt voru nægilega aflmiklar. Japanir áttuðu sig fljótt á þessu og hófu stórvaxinn innflutning á bílum þangað. Fyrir verðhækkun bensíns áttu þessir bílar engan séns, en allt í einu fór bensínreikningurinn að fara fyrir hjartað á bandarískum bíleigendum og þeir keyptu þá japönsku í sífellt meira mæli. Svar bandarísku framleiðendann var að minnka vélarnar í sínum jafnstóru bílum og það líkaði kaupendum ekki. Auk þess áttuðu kaupendur sig á gæðum japanskra bíla og lágri bilanatíðni þeirra.Önnur olíukrísa og stórhækkun verðs Innan nokkurra ára frá stofnun OPEC jafnaði olíuverð sig og varð stöðugt og ekki svo ýkja hátt. Enn huggðu bandaríkir framleiðendur ekki að sér og hófu ekki þróun smærri og eyðslugrennri bíla. Þeir héldu hreinlega að gömlu góðu ntímarnir væru komnir aftur. Það var ekki langvinnt. Næsta olíukrísa skall á árið 1979 með gíslatökumálinu í Íran og verð á olíu steig að óþekktum hæðum. Viðbrögð ríkisstjórnar Bandaríkjanna voru þau að yfirtaka dreifingu eldsneytis og reyndist sú ákvörðun afar slæm. Varð það til þess að eldsneyti var skammtað og bensín fékkst á tímabili aðeins afgreitt á dögum sem höfðu jafna tölu í vikunni og oft mynduðust miklar biðraðir til að fá afgreitt bensín.Skelfilegir bílar urðu til Yfirvöld hófu á þessum tíma að þrýsta á framleiðendur að smíða litla bíla og hörmulegir bílar eins og Pinto, Vega og Duster fæddust. GM tókst þó fljótlega að minnka eyðslu bíla sinna um þriðjung. Krafa var gerð árið 1975 að innan nokkurra ára kæmust bílar 27.5 mílur á hverju galloni, sem samsvarar um 9 lítra eyðslu. Nýjasta krafa yfirvalda í Bandaríkjunum er 4,4 lítra meðaleyðsla bíla fyrir árið 2025. Framleiðendur þarlendis hafa hingað til átt í stökustu vandræðum með að uppfylla fyrri skilyrði og margir hafa bent á að yfirvöld þar áttu að taka í taumana miklu fyrr og verða fyrir vikið samkeppnishæfir við framleiðendur frá öðrum löndum. Enn eru þessi vandræði til staðar og það ætlar að reynast þeim dýrt því að hlutfall seldra bíla frá öðrum löndum heldur bara áfram að aukast vestanhafs.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent