Kláruðu silkileiðina á Range Rover Hybrid Finnur Thorlacius skrifar 22. október 2013 13:45 Leiðangursmenn kátir að leiðarlokum. Svo virðist sem fyrirtækinu Jaguar/Land Rover sé mikið í mun að sanna fyrir heimsbyggðinni gæði bíla sinna. Fyrir stuttu var tilkynnt um 16.000 km akstur Land Rover Defender bíls frá London til Höfðaborgar á 10 dögum þar á gæði hans myndi reyna mjög. Þeir hjá Land Rover voru einnig að klára mikla langferð þar sem Range Rover Hybrid bíl var ekið frá verksmiðju Land Rover í Solihull til Mumbai í Indlandi og tók sú ferð 53 daga og voru eknir 16.850 km í ferðinni og farið í gegnum 13 lönd. Þessi leið liggur að stórum hluta um silkileiðina fornu sem kínverskt silki var flutt um löngum til Evrópu. Á leiðinni óku leiðangursmenn í yfir 3.300 metra hæð og hæsti punkturinn var í 5.290 metra hæð. Það sprungu 15 dekk á leiðinni. Bílarnir eyddu ekki nema 6,5 lítrum á hundraðið að meðaltali og alvarlegar bilanir voru engar. Eyðslutölurnar vekja sannarlega athygli fyrir svo stóra bíla. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent
Svo virðist sem fyrirtækinu Jaguar/Land Rover sé mikið í mun að sanna fyrir heimsbyggðinni gæði bíla sinna. Fyrir stuttu var tilkynnt um 16.000 km akstur Land Rover Defender bíls frá London til Höfðaborgar á 10 dögum þar á gæði hans myndi reyna mjög. Þeir hjá Land Rover voru einnig að klára mikla langferð þar sem Range Rover Hybrid bíl var ekið frá verksmiðju Land Rover í Solihull til Mumbai í Indlandi og tók sú ferð 53 daga og voru eknir 16.850 km í ferðinni og farið í gegnum 13 lönd. Þessi leið liggur að stórum hluta um silkileiðina fornu sem kínverskt silki var flutt um löngum til Evrópu. Á leiðinni óku leiðangursmenn í yfir 3.300 metra hæð og hæsti punkturinn var í 5.290 metra hæð. Það sprungu 15 dekk á leiðinni. Bílarnir eyddu ekki nema 6,5 lítrum á hundraðið að meðaltali og alvarlegar bilanir voru engar. Eyðslutölurnar vekja sannarlega athygli fyrir svo stóra bíla.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent