Lífið

Youtube-tónlistarverðlaunahátíð haldin í fyrsta sinn

Jason Schwartzman verður kynnir hátíðarinnar.
Jason Schwartzman verður kynnir hátíðarinnar.
Fyrr í þessum mánuði tilkynnti Youtube að það stæði til að halda Youtube-tónlistarverðlaunahátíð í fyrsta sinn.

Hátíðin fer fram í New York þann þriðja nóvember næstkomandi. Á hátíðinni koma fram tónlistarmenn á borð við Lady Gaga, Arcade Fire og Eminem. 

Þeir sem tilnefndir eru til verðlaunanna eru valdir eftir tölfræði á Youtube á tímabilinu frá september 2012 til ágúst 2013 - þar spila inn í hversu oft myndböndunum er deilt, hversu margar athugasemdir eru fyrir neðan myndbönd, hversu mörgum líkar við myndböndin og þar fram eftir götunum. Einnig liggur fyrir að sigurvegarar í öllum sex flokkum sem um ræðir verða kosnir af notendum.

Á lista yfir þá sem tilnefndir eru til verðlauna eru hljómsveitir og tónlistarmenn á borð við One Direction, Selena Gomez, Justin Bieber, Lady Gaga, Miley Cyrus, Thom Yorke og svo mætti lengi telja.

Jason Schwartzman kemur til með að vera kynnir hátíðarinnar.

Hér getur þú kosið eða séð alla tilnefnda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.