Villisvín ræðst á vegfarendur Finnur Thorlacius skrifar 14. október 2013 12:35 Mjög skrítin myndskeið sjást reglulega frá umferðinni í Rússlandi og hér er engin undantekning frá því. Aldrei þessu vant er það ekki beint af grimmri og miskunnarlausri umferðarmenningunni þar heldur úr sveitum Rússlands þar sem meðal annars finnast villisvín með ákveðnar skoðanir. Villisvínið sem hér kemur við sögu er ekkert sérlega vel við það fólk sem á vegi þess verður og ræðst á það, enda eru villisvín ekki þekkt fyrir linkind í samskiptum við mannfólk. Það má reyndar einnig segja um Rússa, enda tekur einn þeirra til þess ráðs að lemja villisvínið með vaski sem hann finnur nærliggjandi og hefur á endanum svínið undir. Í kjölfar þess ekur sá bíll sem myndavélin er í yfir svínið til að tryggja það að árásum þess linni. Ástæða er til að vara þá við sem ekki vilja vera vitni að þessum endalokum villisvínsins. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent
Mjög skrítin myndskeið sjást reglulega frá umferðinni í Rússlandi og hér er engin undantekning frá því. Aldrei þessu vant er það ekki beint af grimmri og miskunnarlausri umferðarmenningunni þar heldur úr sveitum Rússlands þar sem meðal annars finnast villisvín með ákveðnar skoðanir. Villisvínið sem hér kemur við sögu er ekkert sérlega vel við það fólk sem á vegi þess verður og ræðst á það, enda eru villisvín ekki þekkt fyrir linkind í samskiptum við mannfólk. Það má reyndar einnig segja um Rússa, enda tekur einn þeirra til þess ráðs að lemja villisvínið með vaski sem hann finnur nærliggjandi og hefur á endanum svínið undir. Í kjölfar þess ekur sá bíll sem myndavélin er í yfir svínið til að tryggja það að árásum þess linni. Ástæða er til að vara þá við sem ekki vilja vera vitni að þessum endalokum villisvínsins.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent