Loka hraðbrautum í Peking vegna mengunar Finnur Thorlacius skrifar 16. október 2013 08:45 Svo mikil er mengunin í Peking að yfirvöld þar sáu sér engan annan kost en að loka flestum hraðbrautum til og frá borginni í viku, sem og flugvöllum í borginni. Barátta yfirvalda er hatrömm við mengunina, sem er svo slæm að oft á tíðum er skyggni ekki nema hundrað metrar eða svo. Í tilraun sinni til að minnka mengunina hafa stjórnvöld sett á himinháa skatta á bíla og eldsneyti, ívilnanir á rafmagnsbíla, takmörkun á skráningum nýrra ökutækja og almenningur er hvattur til að vinna sem mest heima við. Auk þess hefur verksmiðjum sem brenna kolum verið lokað, sem og stálvinnslum og aðgerðum til að minnka kolanotkun almennings hefur verið beitt. Langt er í land í þessari þéttbyggðu borg því loftgæði þar eru iðulega hörmuleg og almenningur þarf bæði að sætta sig við það, en einnig takmarkanir í samgöngumálum og bílaeign. Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent
Svo mikil er mengunin í Peking að yfirvöld þar sáu sér engan annan kost en að loka flestum hraðbrautum til og frá borginni í viku, sem og flugvöllum í borginni. Barátta yfirvalda er hatrömm við mengunina, sem er svo slæm að oft á tíðum er skyggni ekki nema hundrað metrar eða svo. Í tilraun sinni til að minnka mengunina hafa stjórnvöld sett á himinháa skatta á bíla og eldsneyti, ívilnanir á rafmagnsbíla, takmörkun á skráningum nýrra ökutækja og almenningur er hvattur til að vinna sem mest heima við. Auk þess hefur verksmiðjum sem brenna kolum verið lokað, sem og stálvinnslum og aðgerðum til að minnka kolanotkun almennings hefur verið beitt. Langt er í land í þessari þéttbyggðu borg því loftgæði þar eru iðulega hörmuleg og almenningur þarf bæði að sætta sig við það, en einnig takmarkanir í samgöngumálum og bílaeign.
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent