Tónlist

Nirvana tilnefnd í Frægðarhöllina

Nirvana, The Replacements, Linda Ronstadt, Peter Gabriel og Hall and Oates eru á meðal þeirra flytjenda sem hafa verið tilnefndir í fyrsta sinn til innvígslu í Frægðarhöll rokksins í Bandaríkjunum fyrir árið 2014. 

Aðrir á listanum sem hafa áður verið tilnefndir en ekki fengið inngöngu eru Kiss, LL Cool J, NWA, Cat Stevens, Deep Purple og Chic.

Á hverju ári eru sextán flytjendur tilnefndir. Rúmlega 600 manna dómnefnd kýs svo um hverjir verða vígðir inn í Frægðarhöllina. Tilkynnt verður um það í desember enn innvígslan sjálf fer fram í New York í apríl á næsta ári.

Aðeins er hægt að tilnefna þá sem gáfu út sína fyrstu plötu fyrir 25 árum. Fyrsta plata Nirvana, Bleach, kom út 1989 og hefur rokksveitin fræga því verið tilnefnd við fyrsta mögulega tækifæri. 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.