Lífið

„Að vera komin í 101 voru svolítið viðbrigði frá 415“

Í Heimsókn á Stöð 2 kíkir Sindri Sindrason heim til Agnesar M. Sigurðardóttur biskups. Hún býr á biskupssetri við Bergstaðastræti. Í viðtalinu rekur hún sögu hússins. Það var teiknað af Sigurði Guðmundssyni og byggt árið 1928 fyrir Guðmund Vilhjálmsson forstjóra Eimskipafélagsins. Hann var meðal annars faðir Thors Vilhjálmssonar. Fjölskylda Guðmundar bjó í húsinu þar til það var selt sem biskupssetur árið 1968. Að Agnesi meðtalinni hafa fimm biskupar búið í húsinu.

Agnesi líkar það ágætlega að búa þarna. „Að vera komin í 101 voru svolítið viðbrigði frá 415, en þetta venst svona smám saman,“ segir hún um vistaskiptin.

Húsin við götuna eru keimlík og Agnes var áttavillt fyrstu dagana sem hún bjó í því. Hún var ekki lengi að finna lausn á því. „Ég var svo mikil landsbyggðarkona að ég var að leita að húsinu mínu þegar ég var að labba hérna fyrstu dagana. Svo áttaði ég mig á því að eitt húsið er rautt og það er akkúrat á móti mínu,“ segir Agnes.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.