Nýr Suzuki SX4 S-Cross frumsýndur um helgina Finnur Thorlacius skrifar 4. október 2013 08:45 Suzuki SX4 S-Cross Suzuki SX4 S-Cross, nýr jepplingur, verður frumsýndur um helgina hjá Suzuki bílum að Skeifunni 17 í Reykjavík. Um er að ræða nýja kynslóð bíls sem byggður er á grunni hins vinsæla jepplings Suzuki SX4 en hefur stækkað umtalsvert. Hann býður því upp á meira innanrými en áður og er auk þess mjög ríkulega búinn. SX4 S-Cross fæst með sparneytnum bensín- og dísilvélum og boðið er upp á beinskiptar og sjálfskiptar útfærslur. Bíllinn kemur með nýrri gerð fjórhjóladrifs sem kallast All Grip. Þetta er tölvustýrður búnaður með fjórum mismunandi drifstillingum fyrir venjulegar aðstæður, snjó, sport og síðan driflæsingu sem losar bílinn úr festum. SX4 S-Cross fæst í nokkrum gerðum og meðal fáanlegs búnaðar er bakkmyndavél, stór, opnanleg víðsýnislúga og 17 tommu álfelgur. Staðalbúnaður í öllum fjórhjóladrifnum gerðum er leiðsögukerfi frá Garmin. SX4 S-Cross keppir í flokki jepplinga og verður hann boðinn á einkar samkeppnishæfu verði. Sýningin verður opin frá kl. 12-17 nk. laugardag og sunnudag. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent
Suzuki SX4 S-Cross, nýr jepplingur, verður frumsýndur um helgina hjá Suzuki bílum að Skeifunni 17 í Reykjavík. Um er að ræða nýja kynslóð bíls sem byggður er á grunni hins vinsæla jepplings Suzuki SX4 en hefur stækkað umtalsvert. Hann býður því upp á meira innanrými en áður og er auk þess mjög ríkulega búinn. SX4 S-Cross fæst með sparneytnum bensín- og dísilvélum og boðið er upp á beinskiptar og sjálfskiptar útfærslur. Bíllinn kemur með nýrri gerð fjórhjóladrifs sem kallast All Grip. Þetta er tölvustýrður búnaður með fjórum mismunandi drifstillingum fyrir venjulegar aðstæður, snjó, sport og síðan driflæsingu sem losar bílinn úr festum. SX4 S-Cross fæst í nokkrum gerðum og meðal fáanlegs búnaðar er bakkmyndavél, stór, opnanleg víðsýnislúga og 17 tommu álfelgur. Staðalbúnaður í öllum fjórhjóladrifnum gerðum er leiðsögukerfi frá Garmin. SX4 S-Cross keppir í flokki jepplinga og verður hann boðinn á einkar samkeppnishæfu verði. Sýningin verður opin frá kl. 12-17 nk. laugardag og sunnudag.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent