Sport

Sigurður fullkomnar þríeykið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sigurður Haraldsson.
Sigurður Haraldsson. Mynd/Björn Ingvarsson
Sigurður Haraldsson, formaður mannvirkjanefndar FRÍ, lauk í byrjun september  námskeiði og prófi sem veitir honum alþjóðleg dómararéttindi í frjálsíþróttum.

Sigurður sótti námskeið Level II TOECS námskeiða á vegum Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins (IAAF) í Lissabon 3.-8. september en þar fór líka fram mat á hæfni einstaklinganna.

Aðrir Íslendingar sem hafa haft þessi réttindi áður eru: Birgir Guðjónsson, sem var formaður laga- og síðar tækninefndar FRÍ í um þrjá áratugi, og Þorsteinn Þorsteinsson sem nú gegnir formennsku í tækninefnd




Fleiri fréttir

Sjá meira


×