Lífið

Tekur Meistaramánuðinn með trompi

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Andri Bjartur Jakobsson trommuleikari tekur þátt í Meistaramánuðinum.
Andri Bjartur Jakobsson trommuleikari tekur þátt í Meistaramánuðinum.
Eins og flestir vita, þá er októbermánuður Meistaramánuður og tekur fjöldi fólks þátt, með markmiðasetningu og öðru slíku.

Andri Bjartur Jakobsson trommuleikari tekur þátt í Meistaramánuðinum og hefur hann sett sér fjölda markmiða. Hann ætlar sér að vera einstaklega hollur og heilbrigður þennan mánuðinn.

„Ég hef verið í Víkingaþreki í Mjölni í nokkurn tíma, en hef ákveðið að vera extra duglegur og mæta helst alla daga vikunnar og taka vel á," segir Andri Bjartur um líkamsræktina.

Hann segist yfirleitt borða holla fæðu. „Eitt af mínum markmiðum er að borða mjög hollt. Ég er að vinna á veitingastaðnum Gló, sem býður mikið hollustufæði og borða ég oft þar."

Önnur markmið mánaðarins hjá Andra Bjarti eru að taka svefninn í gegn og drekka meira vatn. „Ég ætla að sofa reglulegra og reyna ná alltaf átta tíma svefni til þess að vera ferskari á morgnanna. Einnig ætla ég að vera duglegri að drekka vatn og minnka áfengisdrykkjuna," bætir Andri Bjartur við að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×