Þýskir auka bílaframleiðsluna um 14% Finnur Thorlacius skrifar 7. október 2013 15:30 Þýskir smíða og smíða bíla og flestir þeirra eru seldir utan heimalandsins. Þó svo að sala bíla í Þýskalandi hafi heldur gefið eftir í ár framleiða þýskir bílasmiðir sem aldrei fyrr. Framleiðsluaukningin í nýliðnum septembermánuði nam 14% og taldi alls 515.200 bíla. Þar af voru fluttir út 389.000 bílar, eða 75,5% framleiðslunnar. Þýsku framleiðendurnir hafa alls flutt út 4,1 milljónir bíla það sem af er árinu og seljast þeir eins og heitar lummur um allan heim. Sala bíla í heimalandinu Þýskalandi féll um 1% milli ára, en í ágúst hafði hún fallið um 5%. Heildarsamdrátturinn í sölu bíla í Þýskalandi er um 6% í ár og því virðist sem samdrátturinn sé nú heldur á undanhaldi. Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent
Þó svo að sala bíla í Þýskalandi hafi heldur gefið eftir í ár framleiða þýskir bílasmiðir sem aldrei fyrr. Framleiðsluaukningin í nýliðnum septembermánuði nam 14% og taldi alls 515.200 bíla. Þar af voru fluttir út 389.000 bílar, eða 75,5% framleiðslunnar. Þýsku framleiðendurnir hafa alls flutt út 4,1 milljónir bíla það sem af er árinu og seljast þeir eins og heitar lummur um allan heim. Sala bíla í heimalandinu Þýskalandi féll um 1% milli ára, en í ágúst hafði hún fallið um 5%. Heildarsamdrátturinn í sölu bíla í Þýskalandi er um 6% í ár og því virðist sem samdrátturinn sé nú heldur á undanhaldi.
Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent