Frakkar stæla Þjóðverja Finnur Thorlacius skrifar 8. október 2013 10:15 Cévennes Þeir hjá franska fyrirtækinu PGO er greinilega miklir aðdáendur Porsche og hafa mætur á hinum hálfrar aldar gamla Porsche 356 Speedster. Svo miklar reyndar að þeir hafa framleitt eftirmynd hans sem þeir nú bjóða til sölu undir nafninu Cévennes. Ekki er þó hægt að segja að um algera eftirmynd sé að ræða þó hann sé líkur 356 bílnum, en hann ber svip hans þó þokkalega. Cévennes er með 1,6 lítra vel frá BMW sem skilar 181 hestafli, sem hljómar ekki svo mikið, en rétt er að hafa í huga að hann vegur ekki nema 999 kíló og er líklega nokkuð sprækur. Hámarkshraðinn er 225 km/klst. Bíllinn er afturhjóladrifinn að sjálfsögðu, eins og rökrétt er með sportbíl. Sala á bílnum er hafin í Evrópu, en engum sögum fer af vinsældum hans. Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent
Þeir hjá franska fyrirtækinu PGO er greinilega miklir aðdáendur Porsche og hafa mætur á hinum hálfrar aldar gamla Porsche 356 Speedster. Svo miklar reyndar að þeir hafa framleitt eftirmynd hans sem þeir nú bjóða til sölu undir nafninu Cévennes. Ekki er þó hægt að segja að um algera eftirmynd sé að ræða þó hann sé líkur 356 bílnum, en hann ber svip hans þó þokkalega. Cévennes er með 1,6 lítra vel frá BMW sem skilar 181 hestafli, sem hljómar ekki svo mikið, en rétt er að hafa í huga að hann vegur ekki nema 999 kíló og er líklega nokkuð sprækur. Hámarkshraðinn er 225 km/klst. Bíllinn er afturhjóladrifinn að sjálfsögðu, eins og rökrétt er með sportbíl. Sala á bílnum er hafin í Evrópu, en engum sögum fer af vinsældum hans.
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent