Major Lazer kemur fram á Sónar Freyr Bjarnason skrifar 8. október 2013 10:00 Hljómsveitin Major Lazer, með tónlistarmanninn Diplo í broddi fylkingar, hefur staðfest komu sína á tónlistarhátíðina Sónar Reykjavík 2014. Major Lazer hefur leikið á mörgum stærstu og virtustu tónlistarhátíðum heims síðustu ár og lék í júní síðastliðnum á Sónar í Barcelona, á margrómuðum tónleikum Sónar by Night-hluta hátíðarinnar. Í fréttatilkynningu frá skipuleggjendum Sónar segir að eftir tónleikana í Barcelona hafi vaknað sameiganlegur áhugi sveitarmeðlima og aðstandendum Sónar fyrir því að fá sveitina til spila á Sónar Reykjavík. Major Lazer gaf í apríl út breiðskífuna, Free The Universe, þar sem hljómsveitin nýtur m.a. liðsinnis Bruno Mars, Santigold, Flux pavillion og Ezra Koenig úr hljómsveitinni Wampire Weekend. Þetta er fyrsta plata sveitinnar síðan Walshy Fire and The Jillionaire gengu til liðs svið hana við brotthvarf Switch. Sem endranær eru áhrif Jamaíka, reggí og dancheall-tónlistar, ráðandi yfir kröftugum elektró töktum og popp-melódíum. Í kjölfar útgáfu plötunnar, sem inniheldur m.a. stórsmellinn "Get Free", hóf sveitin tónleikaferð um heiminn sem samanstóð af rúmlega 60 tónleikum í 50 borgum. Major Lazer var stofnuð árið 2009 og gaf þetta sama ár breiðskífuna Guns Don’t’ Kill People… Lazers Do sem vakti athygli fyrir dansvænan bræðing af tónlistarstefnum og straumum. Major Lazer hefur orðið þess heiður aðnjótandi að vera remixuð af Thom York, söngvara Radiohead. Í framhaldi af samvinnu forsprakka sveitarinnar, Diplo, með Snoop Doggy Dogg þar sem andi Jamaíka ríkti einnig yfir vötnunum, umbreyttist rapparinn í listamanninn Snoop Lion. Diplo hefur einnig unnið með fjölda annarra listamanna. Má þar nefna Björk, M.I.A., Beyoncé, Boys Noise og La Roux, auk þess að reka plötuútgáfuna Mad Decent Records sem m.a. hefur á sínum snærum Crookers, Baauer og Rusko. Tónleikar með sveitinni þykja einstakir, kraftmiklir og mikið sjónarspil. Aðrir listamenn sem hafa verið staðfestir á Sónar Reykjavík eru: Daphni, sem fengið hefur mikið lof fyrir breiðskífu sína Jiaolong en er kannski þekktastur fyrir að gefa einnig tónlist út undir nafninu Caribou og þýsk-danski tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Kölsch, eða Rune Reilly Kolsch og Rune RK. Þrátt fyrir að vera goðsögn í teknó tónlistinni og reglulegur gestur á klúbbum á borð við Berghein í Berlín og The End í London hefur Kölsch einnig látið til sín taka í poppinu. Hann hefur unnið með listamönnum á borð við Shakira og Pitbull, Hjaltalín, Moses Hightower, Sykur, Sometime og Halleluwah hljómsveit Sölva Blöndal. Sónar Reykjavík fer fram í annað skiptið dagana 13. til 15. febrúar 2014 í Hörpu. Hátíðin fer fram á sex sviðum, Silfurbergi, Norðurljósum, Kaldalóni, Flóasvæðinu, Björtu Loftum og í bílakjallaranum sem verður breytt í næturklúbb líkt og á síðustu hátíð. Alls mun dagskráin samanstanda af rúmlega 80 hljómsveitum, listamönnum og plötusnúðum. Miðasala á Sónar Reykjavík 2014 hófst í maí á innlendum og erlendum vettvangi. Aðeins eru 3.000 aðgöngumiðar í boði. Búist er við um 1.500 erlendum gestum á hátíðina í ár. Miðasala hérlendis fer fram á midi.is, harpa.is og í miðasölu Hörpu. Miðaverð er 17.900 krónur eða 109 evrur. Ekki eru seldir stakir miðar á einstaka tónleika hátíðarinnar. Fleiri listamenn verði kynntir til leiks á næstu vikum. Miðasala á Sónar Reykjavík 2014 fer fram á Midi.is, Harpa.is og miðasölu Hörpu. Nánar um Sónar má finna hér og á Facebook-síðu hátíðarinnar. Sónar Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hljómsveitin Major Lazer, með tónlistarmanninn Diplo í broddi fylkingar, hefur staðfest komu sína á tónlistarhátíðina Sónar Reykjavík 2014. Major Lazer hefur leikið á mörgum stærstu og virtustu tónlistarhátíðum heims síðustu ár og lék í júní síðastliðnum á Sónar í Barcelona, á margrómuðum tónleikum Sónar by Night-hluta hátíðarinnar. Í fréttatilkynningu frá skipuleggjendum Sónar segir að eftir tónleikana í Barcelona hafi vaknað sameiganlegur áhugi sveitarmeðlima og aðstandendum Sónar fyrir því að fá sveitina til spila á Sónar Reykjavík. Major Lazer gaf í apríl út breiðskífuna, Free The Universe, þar sem hljómsveitin nýtur m.a. liðsinnis Bruno Mars, Santigold, Flux pavillion og Ezra Koenig úr hljómsveitinni Wampire Weekend. Þetta er fyrsta plata sveitinnar síðan Walshy Fire and The Jillionaire gengu til liðs svið hana við brotthvarf Switch. Sem endranær eru áhrif Jamaíka, reggí og dancheall-tónlistar, ráðandi yfir kröftugum elektró töktum og popp-melódíum. Í kjölfar útgáfu plötunnar, sem inniheldur m.a. stórsmellinn "Get Free", hóf sveitin tónleikaferð um heiminn sem samanstóð af rúmlega 60 tónleikum í 50 borgum. Major Lazer var stofnuð árið 2009 og gaf þetta sama ár breiðskífuna Guns Don’t’ Kill People… Lazers Do sem vakti athygli fyrir dansvænan bræðing af tónlistarstefnum og straumum. Major Lazer hefur orðið þess heiður aðnjótandi að vera remixuð af Thom York, söngvara Radiohead. Í framhaldi af samvinnu forsprakka sveitarinnar, Diplo, með Snoop Doggy Dogg þar sem andi Jamaíka ríkti einnig yfir vötnunum, umbreyttist rapparinn í listamanninn Snoop Lion. Diplo hefur einnig unnið með fjölda annarra listamanna. Má þar nefna Björk, M.I.A., Beyoncé, Boys Noise og La Roux, auk þess að reka plötuútgáfuna Mad Decent Records sem m.a. hefur á sínum snærum Crookers, Baauer og Rusko. Tónleikar með sveitinni þykja einstakir, kraftmiklir og mikið sjónarspil. Aðrir listamenn sem hafa verið staðfestir á Sónar Reykjavík eru: Daphni, sem fengið hefur mikið lof fyrir breiðskífu sína Jiaolong en er kannski þekktastur fyrir að gefa einnig tónlist út undir nafninu Caribou og þýsk-danski tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Kölsch, eða Rune Reilly Kolsch og Rune RK. Þrátt fyrir að vera goðsögn í teknó tónlistinni og reglulegur gestur á klúbbum á borð við Berghein í Berlín og The End í London hefur Kölsch einnig látið til sín taka í poppinu. Hann hefur unnið með listamönnum á borð við Shakira og Pitbull, Hjaltalín, Moses Hightower, Sykur, Sometime og Halleluwah hljómsveit Sölva Blöndal. Sónar Reykjavík fer fram í annað skiptið dagana 13. til 15. febrúar 2014 í Hörpu. Hátíðin fer fram á sex sviðum, Silfurbergi, Norðurljósum, Kaldalóni, Flóasvæðinu, Björtu Loftum og í bílakjallaranum sem verður breytt í næturklúbb líkt og á síðustu hátíð. Alls mun dagskráin samanstanda af rúmlega 80 hljómsveitum, listamönnum og plötusnúðum. Miðasala á Sónar Reykjavík 2014 hófst í maí á innlendum og erlendum vettvangi. Aðeins eru 3.000 aðgöngumiðar í boði. Búist er við um 1.500 erlendum gestum á hátíðina í ár. Miðasala hérlendis fer fram á midi.is, harpa.is og í miðasölu Hörpu. Miðaverð er 17.900 krónur eða 109 evrur. Ekki eru seldir stakir miðar á einstaka tónleika hátíðarinnar. Fleiri listamenn verði kynntir til leiks á næstu vikum. Miðasala á Sónar Reykjavík 2014 fer fram á Midi.is, Harpa.is og miðasölu Hörpu. Nánar um Sónar má finna hér og á Facebook-síðu hátíðarinnar.
Sónar Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira