BMW 2 leysir af BMW 1 Finnur Thorlacius skrifar 10. október 2013 13:15 BMW hyggst afleggja 1-línu bíla sína en leysa þá af með nýrri 2-línu. BMW M235i verður sannarlega með krafta í kögglum því hann verður sneggri en 5 sekúndur í hundraðið. Enda verður hann með 322 hestafla vél, 3,0 lítra og 6 strokka. Hann mun kosta rétt undir 50.000 dollurum í Bandaríkjunum. BMW mun einnig bjóða BMW 220i og BMW 220d, sem er dísildrifinn. BMW 220i verður með 2,0 lítra vél með túrbínu og 180 hestöfl hans duga til að koma honum í hundrað á 7 sekúndum. Sá bíll verður boðinn eitthvað undir 36.000 dollurum. Búist er einnig við því að BMW 228i verði í boði síðar meir. Sala BMW 2-línunnar mun hefjast næsta vor. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent
BMW hyggst afleggja 1-línu bíla sína en leysa þá af með nýrri 2-línu. BMW M235i verður sannarlega með krafta í kögglum því hann verður sneggri en 5 sekúndur í hundraðið. Enda verður hann með 322 hestafla vél, 3,0 lítra og 6 strokka. Hann mun kosta rétt undir 50.000 dollurum í Bandaríkjunum. BMW mun einnig bjóða BMW 220i og BMW 220d, sem er dísildrifinn. BMW 220i verður með 2,0 lítra vél með túrbínu og 180 hestöfl hans duga til að koma honum í hundrað á 7 sekúndum. Sá bíll verður boðinn eitthvað undir 36.000 dollurum. Búist er einnig við því að BMW 228i verði í boði síðar meir. Sala BMW 2-línunnar mun hefjast næsta vor.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent