118 milljarða tap hjá BlackBerry Jón Júlíus Karlsson skrifar 21. september 2013 09:00 BlackBerry var eitt sinn eitt vinsælasta snjallsímafyrirtæki í heimi. Það eru ekki bjartir tímar framundan hjá BlackBerry snjallsímafyrirtækinu. Leggja á niður 4500 störf og munu 40% af starfsmönnum fyrirtækisins missa vinnuna. BlackBerry greindi frá því í gær að tap fyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi þessa starfsárs hefði numið 620 milljónum punda eða því sem nemur 118 milljörðum íslenskra króna. „Við neyðumst til að ráðast í erfiðar en nauðsynlegar breytingar til að þrífast í þeirri miklu samkeppni sem er í þessari grein,“ segir Thorsten Heins, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Þetta kanadíska fyrirtæki var leiðandi í þróun snjallsíma fyrir örfáum árum og var stofnað árið 1999. Á hátindi fyrirtækisins voru 20 þúsund starfsmenn á mála hjá fyrirtækinu. BlackBerry hefur orðið undir í samkeppni við Apple og Samsung á snjallsímamarkaðnum. Búist var við slæmri rekstarniðurstöðu á þriðja ársfjórðungi en tap fyrirtækisins var talsvert meira en búist var við. Endurskipuleggja þarf rekstur fyrirtækisins nánast frá grunni og því verður ráðist í umfangsmiklar uppsagnir á næstu vikum. Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Það eru ekki bjartir tímar framundan hjá BlackBerry snjallsímafyrirtækinu. Leggja á niður 4500 störf og munu 40% af starfsmönnum fyrirtækisins missa vinnuna. BlackBerry greindi frá því í gær að tap fyrirtækisins á þriðja ársfjórðungi þessa starfsárs hefði numið 620 milljónum punda eða því sem nemur 118 milljörðum íslenskra króna. „Við neyðumst til að ráðast í erfiðar en nauðsynlegar breytingar til að þrífast í þeirri miklu samkeppni sem er í þessari grein,“ segir Thorsten Heins, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Þetta kanadíska fyrirtæki var leiðandi í þróun snjallsíma fyrir örfáum árum og var stofnað árið 1999. Á hátindi fyrirtækisins voru 20 þúsund starfsmenn á mála hjá fyrirtækinu. BlackBerry hefur orðið undir í samkeppni við Apple og Samsung á snjallsímamarkaðnum. Búist var við slæmri rekstarniðurstöðu á þriðja ársfjórðungi en tap fyrirtækisins var talsvert meira en búist var við. Endurskipuleggja þarf rekstur fyrirtækisins nánast frá grunni og því verður ráðist í umfangsmiklar uppsagnir á næstu vikum.
Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira