Vettel hræðir líftóruna úr farþegum Finnur Thorlacius skrifar 15. september 2013 11:15 Mörgu fólki finnst afar óþægilegt að sitja í bíl sem ekið er á ógnarhraða. Svo er spurningin hvernig því líður ef það sett í bíl með tveimur af allra bestu Formúlu 1 ökumönnum heims akandi venjulegum bílum. Það fékk einmitt þetta fólk sem hér sést að reyna. Aksturinn var partur af leik sem skóframleiðandinn Geox efndi til. Hver þeirra sem sat við hlið ökumannanna Vettel og Buemi frá Red Bull Formúluliðinu hafði unnið 20 skópör frá framleiðandanum, en í hvert skipti sem það rak upp öskur í ökuferðinni með aksturbrjálæðingunum misstu þau eitt skópar. Sumir enda uppi skólausir, en einn vinningshafanna náði því að reka aldrei upp ramakvein og er því 20 skópörum ríkari. Það er alveg þess virði að kíkja á þá skelfingu sem grípur flesta farþega hjá ökuþórunum lunknu. Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent
Mörgu fólki finnst afar óþægilegt að sitja í bíl sem ekið er á ógnarhraða. Svo er spurningin hvernig því líður ef það sett í bíl með tveimur af allra bestu Formúlu 1 ökumönnum heims akandi venjulegum bílum. Það fékk einmitt þetta fólk sem hér sést að reyna. Aksturinn var partur af leik sem skóframleiðandinn Geox efndi til. Hver þeirra sem sat við hlið ökumannanna Vettel og Buemi frá Red Bull Formúluliðinu hafði unnið 20 skópör frá framleiðandanum, en í hvert skipti sem það rak upp öskur í ökuferðinni með aksturbrjálæðingunum misstu þau eitt skópar. Sumir enda uppi skólausir, en einn vinningshafanna náði því að reka aldrei upp ramakvein og er því 20 skópörum ríkari. Það er alveg þess virði að kíkja á þá skelfingu sem grípur flesta farþega hjá ökuþórunum lunknu.
Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent