Merkel varar Evrópusambandið við Finnur Thorlacius skrifar 17. september 2013 11:45 Angela Merkel kanslari Þýskalands á bílasýningunni í Frankfurt. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, var á bílasýningunni í Frankfürt í síðustu viku, eins og reyndar bílablað Fréttablaðsins. Þar hélt hún tölu sem eftir var tekið og varaði í henni Evrópusambandið við að setja þýskum bílaframleiðendum of strangar reglur um meðaltalslosun koltvísýrings fyrir komandi ár. Hjá Evrópusambandinu liggur einmitt fyrir tillaga sem setur mörk CO2 mengunar við 95 g/km fyrir árið 2020. Mörkin sem sett voru síðast og tóku gildi í fyrra miða við 132,4 g/km. Merkel hefur beitt áhrifum sínum innan Evrópusambandsins og neitar að samþykkja þessa tillögu með þeim rökum að hún gangi of langt og sé beinlínis hættuleg fyrir bílaiðnaðinn. Merkel sagði ennfremur að Evrópu verði að lærast að álfan sé ekki einangruð frá restinni af jörðinni og að gera verði evrópskum fyrirtækjum kleift að ná árangri í samkeppni við lönd annarra heimsálfa. Þessi tillaga gangi ekki í takt við það og væri langt umfram það sem stjórnir annarra bílaframleiðslulanda settu sínum bílaframleiðendum. Forstjórar þýsku bílaframleiðendanna voru henni mjög sammála og töldu að afdrif þeirra fyrirtækja ættu ekki að ráðast við borð hinna háu herra í Brussel. Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, var á bílasýningunni í Frankfürt í síðustu viku, eins og reyndar bílablað Fréttablaðsins. Þar hélt hún tölu sem eftir var tekið og varaði í henni Evrópusambandið við að setja þýskum bílaframleiðendum of strangar reglur um meðaltalslosun koltvísýrings fyrir komandi ár. Hjá Evrópusambandinu liggur einmitt fyrir tillaga sem setur mörk CO2 mengunar við 95 g/km fyrir árið 2020. Mörkin sem sett voru síðast og tóku gildi í fyrra miða við 132,4 g/km. Merkel hefur beitt áhrifum sínum innan Evrópusambandsins og neitar að samþykkja þessa tillögu með þeim rökum að hún gangi of langt og sé beinlínis hættuleg fyrir bílaiðnaðinn. Merkel sagði ennfremur að Evrópu verði að lærast að álfan sé ekki einangruð frá restinni af jörðinni og að gera verði evrópskum fyrirtækjum kleift að ná árangri í samkeppni við lönd annarra heimsálfa. Þessi tillaga gangi ekki í takt við það og væri langt umfram það sem stjórnir annarra bílaframleiðslulanda settu sínum bílaframleiðendum. Forstjórar þýsku bílaframleiðendanna voru henni mjög sammála og töldu að afdrif þeirra fyrirtækja ættu ekki að ráðast við borð hinna háu herra í Brussel.
Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent