Búist við metskráningu í Meistaramánuð Jón Júlíus Karlsson skrifar 18. september 2013 16:52 Jökull, Þorsteinn Kári og Magnús Berg vinna standa á bakvið Meistaramánuðinn í ár. Mynd/Vísir Meistaramánuðurinn 2013 verður að öllum líkindum stærri en nokkru sinni fyrr í ár. Meistaramánuður er árlegur viðburður þar sem þátttakendur reyna eftir fremsta megni að vakna fyrr, neyta ekki áfengis, hreyfa sig vel, borða hollari mat og njóta lífsins betur en aðra daga. Mennirnir á bakvið Meistaramánuðinn eru þeir Magnús Berg Magnússon, Þorsteinn Kári Jónsson og Jökull Sólberg Auðunsson. „Við opnuðum fyrir skráningu á mánudag og nú þegar eru um 1000 manns búnir að skrá sig,“ segir Þorsteinn Kári. „Við vorum bara tveir þegar við Magnús fórum af stað árið 2008 þannig að þetta hefur heldur betur vaxið á síðustu árum. Í fyrra voru 5000 manns sem tóku þátt og við stefnum að því að gera enn betur í ár.“ Allir geta tekið þátt og er eina skilyrðið að fólk sé tilbúið að skora sjálft sig á hólm. Fólk setur sjálft reglurnar í sínum Meistaramánuði og geta markmiðin eða áskoranirnar verið gríðarlega fjölbreyttar. Á meðan sumir leggja mikið á sig í líkamsræktinni og mataræðinu hafa aðrir meðal annars málað eina mynd á dag, gert góðverk, reynt að ná tökum á fjármálunum eða heimsótt fjölskyldu og ættingja oftar. Hægt er að skrá sig til leiks í Meistaramánuðinum á heimasíðu mánaðarins. Jafnframt verður mánuðurinn sýnilegur á samfélagsmiðlunum. „Við verðum með mikinn og öflugan stuðning við þátttakendur á Facebook síðunni, Twitter og fleiri miðlum. Á næstu dögum munum við svo kynna nýjung sem við erum gríðarlega spenntir fyrir. Það verður að koma í ljós síðar hvað það verður en við lofum að það á eftir að vekja mikla athygli,“ segir Magnús Berg. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu mánaðarins.www.meistaramanudur.is Meistaramánuður Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira
Meistaramánuðurinn 2013 verður að öllum líkindum stærri en nokkru sinni fyrr í ár. Meistaramánuður er árlegur viðburður þar sem þátttakendur reyna eftir fremsta megni að vakna fyrr, neyta ekki áfengis, hreyfa sig vel, borða hollari mat og njóta lífsins betur en aðra daga. Mennirnir á bakvið Meistaramánuðinn eru þeir Magnús Berg Magnússon, Þorsteinn Kári Jónsson og Jökull Sólberg Auðunsson. „Við opnuðum fyrir skráningu á mánudag og nú þegar eru um 1000 manns búnir að skrá sig,“ segir Þorsteinn Kári. „Við vorum bara tveir þegar við Magnús fórum af stað árið 2008 þannig að þetta hefur heldur betur vaxið á síðustu árum. Í fyrra voru 5000 manns sem tóku þátt og við stefnum að því að gera enn betur í ár.“ Allir geta tekið þátt og er eina skilyrðið að fólk sé tilbúið að skora sjálft sig á hólm. Fólk setur sjálft reglurnar í sínum Meistaramánuði og geta markmiðin eða áskoranirnar verið gríðarlega fjölbreyttar. Á meðan sumir leggja mikið á sig í líkamsræktinni og mataræðinu hafa aðrir meðal annars málað eina mynd á dag, gert góðverk, reynt að ná tökum á fjármálunum eða heimsótt fjölskyldu og ættingja oftar. Hægt er að skrá sig til leiks í Meistaramánuðinum á heimasíðu mánaðarins. Jafnframt verður mánuðurinn sýnilegur á samfélagsmiðlunum. „Við verðum með mikinn og öflugan stuðning við þátttakendur á Facebook síðunni, Twitter og fleiri miðlum. Á næstu dögum munum við svo kynna nýjung sem við erum gríðarlega spenntir fyrir. Það verður að koma í ljós síðar hvað það verður en við lofum að það á eftir að vekja mikla athygli,“ segir Magnús Berg. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu mánaðarins.www.meistaramanudur.is
Meistaramánuður Mest lesið Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Fleiri fréttir „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Sjá meira