Búist við metskráningu í Meistaramánuð Jón Júlíus Karlsson skrifar 18. september 2013 16:52 Jökull, Þorsteinn Kári og Magnús Berg vinna standa á bakvið Meistaramánuðinn í ár. Mynd/Vísir Meistaramánuðurinn 2013 verður að öllum líkindum stærri en nokkru sinni fyrr í ár. Meistaramánuður er árlegur viðburður þar sem þátttakendur reyna eftir fremsta megni að vakna fyrr, neyta ekki áfengis, hreyfa sig vel, borða hollari mat og njóta lífsins betur en aðra daga. Mennirnir á bakvið Meistaramánuðinn eru þeir Magnús Berg Magnússon, Þorsteinn Kári Jónsson og Jökull Sólberg Auðunsson. „Við opnuðum fyrir skráningu á mánudag og nú þegar eru um 1000 manns búnir að skrá sig,“ segir Þorsteinn Kári. „Við vorum bara tveir þegar við Magnús fórum af stað árið 2008 þannig að þetta hefur heldur betur vaxið á síðustu árum. Í fyrra voru 5000 manns sem tóku þátt og við stefnum að því að gera enn betur í ár.“ Allir geta tekið þátt og er eina skilyrðið að fólk sé tilbúið að skora sjálft sig á hólm. Fólk setur sjálft reglurnar í sínum Meistaramánuði og geta markmiðin eða áskoranirnar verið gríðarlega fjölbreyttar. Á meðan sumir leggja mikið á sig í líkamsræktinni og mataræðinu hafa aðrir meðal annars málað eina mynd á dag, gert góðverk, reynt að ná tökum á fjármálunum eða heimsótt fjölskyldu og ættingja oftar. Hægt er að skrá sig til leiks í Meistaramánuðinum á heimasíðu mánaðarins. Jafnframt verður mánuðurinn sýnilegur á samfélagsmiðlunum. „Við verðum með mikinn og öflugan stuðning við þátttakendur á Facebook síðunni, Twitter og fleiri miðlum. Á næstu dögum munum við svo kynna nýjung sem við erum gríðarlega spenntir fyrir. Það verður að koma í ljós síðar hvað það verður en við lofum að það á eftir að vekja mikla athygli,“ segir Magnús Berg. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu mánaðarins.www.meistaramanudur.is Meistaramánuður Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Sjá meira
Meistaramánuðurinn 2013 verður að öllum líkindum stærri en nokkru sinni fyrr í ár. Meistaramánuður er árlegur viðburður þar sem þátttakendur reyna eftir fremsta megni að vakna fyrr, neyta ekki áfengis, hreyfa sig vel, borða hollari mat og njóta lífsins betur en aðra daga. Mennirnir á bakvið Meistaramánuðinn eru þeir Magnús Berg Magnússon, Þorsteinn Kári Jónsson og Jökull Sólberg Auðunsson. „Við opnuðum fyrir skráningu á mánudag og nú þegar eru um 1000 manns búnir að skrá sig,“ segir Þorsteinn Kári. „Við vorum bara tveir þegar við Magnús fórum af stað árið 2008 þannig að þetta hefur heldur betur vaxið á síðustu árum. Í fyrra voru 5000 manns sem tóku þátt og við stefnum að því að gera enn betur í ár.“ Allir geta tekið þátt og er eina skilyrðið að fólk sé tilbúið að skora sjálft sig á hólm. Fólk setur sjálft reglurnar í sínum Meistaramánuði og geta markmiðin eða áskoranirnar verið gríðarlega fjölbreyttar. Á meðan sumir leggja mikið á sig í líkamsræktinni og mataræðinu hafa aðrir meðal annars málað eina mynd á dag, gert góðverk, reynt að ná tökum á fjármálunum eða heimsótt fjölskyldu og ættingja oftar. Hægt er að skrá sig til leiks í Meistaramánuðinum á heimasíðu mánaðarins. Jafnframt verður mánuðurinn sýnilegur á samfélagsmiðlunum. „Við verðum með mikinn og öflugan stuðning við þátttakendur á Facebook síðunni, Twitter og fleiri miðlum. Á næstu dögum munum við svo kynna nýjung sem við erum gríðarlega spenntir fyrir. Það verður að koma í ljós síðar hvað það verður en við lofum að það á eftir að vekja mikla athygli,“ segir Magnús Berg. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu mánaðarins.www.meistaramanudur.is
Meistaramánuður Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Sjá meira