Audi undirbýr mikla framleiðsluaukningu Finnur Thorlacius skrifar 20. september 2013 08:45 Í Audi verksmiðju Audi ætlar að endurvekja framleiðslu bíla sinna í Brasilíu í því augnamiði að velta BMW úr sessi sem stærsti lúxusbílaframleiðandi heims og til að styrkja stöðu sína í S-Ameríku. Audi mun fjárfesta fyrir 27 milljarða króna í verksmiðjunni í Brasilíu, sem hefur framleiðslu á næsta ári. Audi ætlar að ná 30.000 bíla sölu eingöngu í Brasilíu árið 2018, einnig með innfluttum bílum. Audi telur að eftirspurnin eftir lúxusbílum muni vaxa þar um 170% á næstu 5 árum og að vöxturinn verði einnig mikill í Mexíkó. Ekki ætlar BMW þó að gefa neitt eftir í Brasilíu, en BMW hefur fjárfest fyrir hærri upphæð en Audi í nýrri samsetningarverksmiðju þar, alls fyrir 32 milljarða króna. Þar verða framleiddir 30.000 bílar á ári. Mercedes Benz er einnig að íhuga að reisa verksmiðju í Brasilíu í samkeppninni við Audi og BMW, sem ætlar að verða hörð á hinum vaxandi markaði í S-Ameríku. Mercedes Benz er í þriðja sæti hvað varðar fjölda seldra lúxusbíla, á eftir BMW og Audi, en ætlar að ná fyrsta sætinu aftur, sem það hafði lengi. Audi er greinileg á miklu flugi og undirbýr mikla framleiðsluaukningu með nýjum verksmiðjum í Kína og Mexíkó, sem og stækkun verksmiðju sinnar í Gyor í Ungverjalandi. Eftir stækkun hennar verður hægt að framleiða þar 125.000 bíla á ári. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent
Audi ætlar að endurvekja framleiðslu bíla sinna í Brasilíu í því augnamiði að velta BMW úr sessi sem stærsti lúxusbílaframleiðandi heims og til að styrkja stöðu sína í S-Ameríku. Audi mun fjárfesta fyrir 27 milljarða króna í verksmiðjunni í Brasilíu, sem hefur framleiðslu á næsta ári. Audi ætlar að ná 30.000 bíla sölu eingöngu í Brasilíu árið 2018, einnig með innfluttum bílum. Audi telur að eftirspurnin eftir lúxusbílum muni vaxa þar um 170% á næstu 5 árum og að vöxturinn verði einnig mikill í Mexíkó. Ekki ætlar BMW þó að gefa neitt eftir í Brasilíu, en BMW hefur fjárfest fyrir hærri upphæð en Audi í nýrri samsetningarverksmiðju þar, alls fyrir 32 milljarða króna. Þar verða framleiddir 30.000 bílar á ári. Mercedes Benz er einnig að íhuga að reisa verksmiðju í Brasilíu í samkeppninni við Audi og BMW, sem ætlar að verða hörð á hinum vaxandi markaði í S-Ameríku. Mercedes Benz er í þriðja sæti hvað varðar fjölda seldra lúxusbíla, á eftir BMW og Audi, en ætlar að ná fyrsta sætinu aftur, sem það hafði lengi. Audi er greinileg á miklu flugi og undirbýr mikla framleiðsluaukningu með nýjum verksmiðjum í Kína og Mexíkó, sem og stækkun verksmiðju sinnar í Gyor í Ungverjalandi. Eftir stækkun hennar verður hægt að framleiða þar 125.000 bíla á ári.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent