2.000.000 EcoBoost véla frá Ford Finnur Thorlacius skrifar 24. september 2013 10:30 2.000.000 EcoBoost vélar og fer hratt fjölgandi. Þó ekki séu liðin nema 4 ár frá því fyrsta EcoBoost bensínvélin fór ofan í húddið á Ford bíl hefur fyrirtækið nú þegar framleitt tvær milljónir slíkra. Ford framleiðir nú 5 gerðir EcoBoost véla, allt frá 1,0 lítra til 3,5 lítra að sprengirými. Ford hefur sífellt þurft að auka framleiðsluna á sínum EcoBoost vélum til að fullnægja eftirspurninni eftir þessum sparneytnu en öflugu vélum. Ford ætlar nú að tvöfalda framleiðsluna á 1,0 lítra vélinni en sú vél styðst við forþjöppu og er svo öflug að hún hefur ekki aðeins verið sett í minni bíla Ford, heldur einnig bíla af miðstærð. Ekki bara eru afköstin aukin í þeim verksmiðjum sem nú þegar framleiða EcoBoost vélar heldur hefur Ford sett upp fleiri verksmiðjur, t.d. eina nýlega í Kína. Í dag getur Ford framleitt 100.000 EcoBoost vélar á mánuði, en það mun brátt aukast. Á sama tíma í fyrra var framleiðslan aðeins 65.000 vélar. Bráðlega stefnir í að fleiri bílar Ford seljist með EcoBoost bensínvélum en dísilvélum. Kaupendur Ford Escape í Bandaríkjunum velja nú í 90% tilfella EcoBoost vélar í sína bíla og 95% kaupenda af Ford Kuga í Asíu gera það líka. Í Evrópu velja þó aðeins 39% kaupenda Ford Focus með EcoBoost vélum. Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent
Þó ekki séu liðin nema 4 ár frá því fyrsta EcoBoost bensínvélin fór ofan í húddið á Ford bíl hefur fyrirtækið nú þegar framleitt tvær milljónir slíkra. Ford framleiðir nú 5 gerðir EcoBoost véla, allt frá 1,0 lítra til 3,5 lítra að sprengirými. Ford hefur sífellt þurft að auka framleiðsluna á sínum EcoBoost vélum til að fullnægja eftirspurninni eftir þessum sparneytnu en öflugu vélum. Ford ætlar nú að tvöfalda framleiðsluna á 1,0 lítra vélinni en sú vél styðst við forþjöppu og er svo öflug að hún hefur ekki aðeins verið sett í minni bíla Ford, heldur einnig bíla af miðstærð. Ekki bara eru afköstin aukin í þeim verksmiðjum sem nú þegar framleiða EcoBoost vélar heldur hefur Ford sett upp fleiri verksmiðjur, t.d. eina nýlega í Kína. Í dag getur Ford framleitt 100.000 EcoBoost vélar á mánuði, en það mun brátt aukast. Á sama tíma í fyrra var framleiðslan aðeins 65.000 vélar. Bráðlega stefnir í að fleiri bílar Ford seljist með EcoBoost bensínvélum en dísilvélum. Kaupendur Ford Escape í Bandaríkjunum velja nú í 90% tilfella EcoBoost vélar í sína bíla og 95% kaupenda af Ford Kuga í Asíu gera það líka. Í Evrópu velja þó aðeins 39% kaupenda Ford Focus með EcoBoost vélum.
Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent